Myrti sex barna móður

Palestínumaðurinn Mohammed Kabha myrti konuna í hefndarskyni.
Sex barna móðirin Esther Horgan fannst myrt eftir að hafa farið út að skokka nálægt heimili sínu. Mynd: Shin Bet
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Þann 21. desember 2020 fannst ísraelsk sex barna móðir, Esther Horgan, eftir að hafa verið myrt á hrottalegan hátt nálægt Tal Menashe á Vesturbakkanum. Konan sem var 52 ára að aldri hafði farið út að skokka, en kom aldrei aftur. Eftir víðtæka leit fannst hún í skógi með gríðarmikla höfuðáverka. Ísraelsku öryggisveitirnar komast fljótt að þeirri niðurstöðu að hér væri um hryðjuverk að ræða.

Ísraelska öryggisþjónustan Shin Bet handtók 40 ára gamlan Palestínumann Mohammad Kabha frá Jenin fyrir morðið, greinir Yedioth Ahronot frá. Maðurinn er sagður oft hafa setið inni í ísraelsku fangelsi fyrir hryðjuverk.

Er yfirheyrslur stóðu yfir er haft eftir hryðjuverkamanninum að ástæðan fyrir morði þessarar sex barna móður hafi verið dauði Kamal Abu Waer, sem var fyrsti palestínski öryggisfanginn til að greinast með kórónuveiruna í fangelsi. Hann dó síðar eftir baráttu við veikindi.

Kabha hefur greint frá því að um eftirmiðdaginn þann 20. desember hafi hann komið auga á Gyðingakonu sem reyndist vera Esther Horgan og var á gangi í skóginum þar sem hann var að smygla sígarettum í gegnum öryggishlið. Hann gekk að Horgan og braut höfuðkúpu hennar með steini, og drap hana þannig.

Hann hljóp af vettvangi og faldi sig fyrir ísraelsku öryggisveitinni í nokkra daga með hjálp vina og fjölskyldu áður en hann var svo loks handtekinn. Fjórir aðrir hafa verið ákærðir í þessu máli, grunaðir um að hafa hjálpað hryðjuverkamanninum að fela sig.

Sex barna móðirin Esther Horgan fannst myrt eftir að hafa farið út að skokka nálægt heimili sínu.

Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.

Tidligere artikelÞegar fornar deilur eru lagðar á hilluna
Næste artikelÓmakleg gagnrýni á bólusetningar í Ísrael

Ingen indlæg at vise