Öryggiverðir gerðu leit að hryðjuverkamanni Hamas sem braust yfir á yfirráðasvæði Ísrael fimmtudagsnótt 1. ágúst. (Ljósmynd: IDF)
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Um kl. 2:00 síðastliðinn fimmtudagsmorgun fór vopnaður Palestínubúi yfir til Ísrael frá Gazaströndinni að sögn Times of Israel og I24 fréttamiðlum. Maðurinn fór yfir landamærahliðið á suðurhluta Gaza.

Síðdegis sama dag segir talsmaður IDF á Twitter að hryðjuverkamaðurinn ætlaði að gera árás á ísraelskt íbúahverfi staðsett um 1,6 km þaðan.

Times of Israel fréttamiðillinn hafði eftir fulltrúa ísraelska hersins að hryðjuverkamaðurinn hafi verið á ísraelsku yfirráðasvæði í tvær klukkustundir áður en hann var skotinn til bana af öryggisliðum Ísraelshers. Ástæðan fyrir því að svo langur tími leið er sú að hermenn óttuðust að hæfa samliða sína í myrkrinu. AF þeim sökum voru þeir varkárir; þeir gengu skipulega til verks og gættu ítrustu varúðar.

Landamæragirðinginn milli Ísrael og Gaza. (Ljósmynd: Wikimedia Commons)

Atburðurinn átti sér stað um kl. 2 á staðartíma þegar varðsveit IDF kom auga á vopnaðan mann sem nálgaðist landamærin á Gaza. ER maðurinn hafði farið yfir landamærin og var í um 250 metra fjarlægð frá hliðinu, reyndu hermennirnir að stöðva hann með skotárás, en hæfðu hann ekki, og hann hvarf inn í myrkrið. Þá kölluðu þeir á liðsauka áður en þeir héldu leitinni áfram.

Í skotbardaga milli hryðjuverkamannsins og ísraelsku hermannanna urðu einn yfirmaður og tveir hermenn Ísraelshers fyrir byssukúlum eða sprengjuflísum frá einni af handsprengjum hryðjuverkamannsins. Hermennirnir voru fluttir á Soroka sjúkrahúsið í Beersheva til aðhlynningar. Hermennirnir tveir sem urðu fyrir smávægilegum meiðslum í skotárásinni voru þó útskrifaðir af spítalanum stuttu seinna á meðan yfirmaður þeir var lagður inn vegna meiðsla.

Hér er Hamas hryðjuverkamaðurinn Hani Abu Salah sem braust yfir landamærin frá Gaza til ísrael 1. ágúst sl. (Ljósmynd: Twitter/Kan)

Samkvæmt palestínskum fréttamiðlum er nafn hryðjuverkamannsins Abu Salah og meðlimur Izz ad-Din al-Qassam Brigades, sem er herdeild sem á rætur að rekja til hryðjuverkasamtaka Hamas. Hann var klæddur í einkennisbúning Hamas og vopnaður AK-47 Kalashnikov hríðskotabyssu ásamt nokkrum handsprengjum.

Fréttamiðillinn I24 skrifar að Abu Saleh sé líklegur til árásar til að hefna fyrir dauða bróður síns sem féll í maí á síðasta ári í herskáum mótmælum sem hafa verið í gangi við landamæri Ísraels í hverri viku frá marsmánuði í fyrra. Samkvæmt talsmanni IDF grunar Ísraelsher að Abu Salah hafi gert árás að eigin framkvæði, og þá ekki að fyrirskipun Hamas.

Palestínumenn á Gazaströndinni reyna að rífa niður hæuta öryggisgirðingarinnar milli Gaza og Ísrael. (Ljósmynd: IDF)

Í undanfara þessara hryðjuverkaárásar hafa mikil átök átt sér stað milli IDF hermanna og vopnaðra Palestínumanna nálægt Khan Younis alla leið að suðurhluta Gazastrandarinnar.

Í myndbandi sem palestínsk fréttaveita birti og sagt vera frá svæðinu, sést hvar verið er að skjóta léttum eldflaugum – líklega af ísraelskum hermönnum.
Skot frá ísraelskum skriðdreka hæfði og eyðilagði bækistöðvar Hamas.

Þetta er Hamas-bækistöðin sem eyðilagðist við skot frá skriðdreka í átökunum fimmtudaginn 1. ágúst. (Ljósmynd: Twitter)

IDF lokaði vegum og bætti við öryggissveitum til að vernda ísraelska borgara nálægt landamærum Gaza- strandarinni á meðan átökin standa yfir.