Ferðamann streyma til Ísraels sem aldrei fyrr. Í huga margra er Jerúsalem mesta aðdráttaraflið (Mynd: Israeltourism)
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Þann 14.júlí opinberaði Ísraelska ferðamálaráðuneytið niðurstöður skoðanakönnunar sem 15.000 ferðamenn tóku þátt í og sýndi hún að 4 milljónir ferðamanna sem heimsóttu Ísrael á síðasta ári eyddu u.þ.b. 6 billjón dollurum í landinu. Þessi áætlaða upphæð innifelur ekki kostnaðinn við að fljúga til Ísrael.

Þessar tölur birtust í kjölfarið hjá ísraelska viðskiptablaðinu og vefsíðu “Calcalist” síðastliðinn sunnudag.

Hvað varðar aldursdreifingu svarenda voru 24.1% ferðamannanna eldri en 55 ára, 19.4% milli 45 og 54 ára, 35.8% milli 25 og 44 ára á meðan 29.7% voru 24 ára og yngri.

Jerúsalem er vinsælasti áfangastaðurinn í Ísrael. Alls heimsóttu 77.5% borgina. Tel Aviv var í öðru sæti með 67.4%, þá Dauðahafið með 48% og Tiberias með 36.2%. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar voru 54.9% kristnir, 27.5% gyðingar og 2.4% múslimar.

Kygo-i-Dauðahafinu
Norski tónlistamaðurinn Kygo birti þessa mynd af Dauðahafinu í heimsókn sinni til Ísrael 2017

Af þeim sem tóku þátt sögðu 24.3% að um pílagrímsferð væri að ræða, 21.3% sögðust vilja skoða landið, 30% ferðuðust til að heimsækja fjölskyldu og vini á meðan 8.9% sögðust vera í viðskiptaferð.

Á fyrri hlutaársins 2019 heimsóttu 2.265 milljón landið. Þetta er aukning miðað við árið á undan, en þá samkvæmt skýrslu ferðamálaráðuneytisins (Ministry of Tourism) komu 2.063 milljón ferðamenn til landsins.