Hin 17 ára gamla Rina Shnerb frá Lod í Ísrael var myrt í hryðjuverkaárás föstudaginn 23. ágúst. Mynd: Ótilgreindur
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

17 ára ísraelsk stúlka lést þegar hryðjuverkamenn sprengdu sprengju við Ein Bubin-brunninn á Vesturbakkanum þennan föstudagsmorgun. 19 ára gamall bróðir hennar og 46 ára faðir særðust einnig alvarlega í árásinni. Talsmaður Varnarhers Ísraels (IDF) segir að ekki sé enn á hreinu hvort sprengjunni hafi verið kastað í átt að fjölskyldunni eða að fjölskyldan hafi einfaldlega verið þar sem sprengjunni hafði verið komið fyrir.

Björgunarsveitarmenn hlúa að þremur alvarlega særðum manneskjum: 46 ára karlmanni, 19 ára karlmanni og 17 ára stúlku,“ var haft eftir sjúkrabílaþjónustu svæðisins, skv. frétt Times of Israel.

Faðirinn og sonurinn voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúsið í Jerúsalem með alvarlega áverka, á sama tíma og 17 ára dóttirin hlaut meðferð við lífshættulegum áverkum á staðnum. Hún komst ekki lífs af. Árásin átti sér stað á sama svæði og Dani Gonen var drepinn af hryðjuverkamönnum árið 2015.

17 ára stúlkan sem lést hét Rina Schnerb frá borginni Lod í Ísrael.

Undanfarið hefur fjöldi hryðjuverkaárása gegn Ísraelsmönnum aukist á Vesturbakkanum. Hinn 18 ára Dvir Sorek var stunginn og myrtur fyrr í ágúst , og föstudaginn síðastliðinn keyrði palestínskur hryðjuverkamaður á stolnum bíl á tvo ísraelska unglinga. Unglingarnir særðust báðir alvarlega í tilræðinu.

Stórar sérsveitir leita nú hryðjuverkamannanna sem stóðu á bak við þessa nýjustu árás. Vegatálmar hafa verið lagðir yfir stóra hluta Vesturbakkans til að aðstoða við leitina.

Þyrla Varnarhers Ísraels yfir svæðinu sem hryðjuverkaárásin átti sér stað að morgni föstudagsins 23. ágúst 2019. (Mynd fengin úr myndskeiði sem birtist á Twitter)