Ísrael leggur fjórðu vatnslögnina til Gaza

Hin nýja vatnsleiðsla mun afkasta meira en hinar þrjár.
Palestínsk stúlka setur vatn á brúsa í mikilli hitabylgju í al-Shati í Gaza borg í júlí 2017. (AFP Photo/Mahmud Hams)
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Nú eru þrjár leiðslur í Gaza sem flytja drykkjarvatn frá Ísrael. Samkvæmt samkomulagi er Ísrael skylt að afhenda 10 milljónir rúmmetra af vatni til palestínska yfirráðasvæðisins, en í raun skilar Ísrael aðeins meira – eða 11,5 milljónir rúmmetra, samkvæmt upplýsingum frá Times of Israel.

Þessa dagana vinnur ríkisfyrirtækið Mekorot að nýrri vatnsleiðslu sem flytur vatn til Mið-Gaza frá Eshkol-svæðinu í Ísrael. Hin nýja vatnsleiðsla mun afkasta meira en hinar þrjár.

“Vinnan við framkvæmd þessarar nýju vatnsleiðslu fer fram undir mikilli hernaðarvernd því óttast að hryðjuverkahópar á Gaza-svæðinu muni geta skotárás á starfsmenn sem eru að vinna við leiðsluna á landamærunum,” að sögn Times of Israel.

Það er enn óljóst hversu mikið vatn er hægt að flytja frá Ísrael eftir að gerð nýju leiðslunnar er lokið. Hamas-stjórnin hefur ekki sinnt viðhaldi á vatnslagnakerfinu á Gaza-svæðinu og því er ekki vitað hvort kerfið geti borið aukin þrýsting þegar aukið vatnsmagn rennur um pípurnar

Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.

Tidligere artikel250.000 tóku þátt í Gay-Pride göngu í Ísrael
Næste artikelÍsraelskar strandborgir banna einnota plast.

Ingen indlæg at vise