Lonah Chemtai Salpeter. Mynd: AFP
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

(Úrdráttur úr frétt The Times of Israel )

Þann fyrsta september síðastliðinn hljóp hin ísraelska Lonah Chemtai Salpeter tíu kílómetrana á hálf tíma og fjórum sekúndum og sló þar með Evrópumetið. Fyrra metið átti hin breska Paula Radcliffe, en Lonah bætti hennar met um sextán sekúndur.

Lonah fæddist í Keníu árið 1988 en fór fyrst til Ísraels árið 2008. Þar vann hún sem barnfóstra fyrir diplómata við sendiráð Keníu. Hún flutti loks varanlega til Ísraels árið 2011 og barðist í nokkur ár fyrir ríkisborgararétti sem hún fékk að lokum. Hún kynntist þar þjálfaranum Dan Salpeter sem hún giftist síðan í Keníu. Saman eiga þau einn son.

Lonah hefur undanfarið verið í strangri þjálfun fyrir heimsmeistarakeppnina í Doha sem verður haldin í lok september, og sagðist því vera ánægð en ekki hissa á að hafa náð þessum árangri.

Í fyrra sló hún met í maraþonhlaupi í Flórens og vann hún gullverðlaun fyrir tíu kílómetra hlaupið í Berlín. Hún átti þegar Ísraelsmetin í eins og hálfs, þriggja, fimm og tíu kílómetra hlaupi, og einnig í hálfmaraþoninu. Árangurinn í Flórens greiddi leiðina að væntanlegri þátttöku hennar í Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020.