19 Palestínumenn handteknir af IDF

Grunaðir um að hafa kastað grjóti og eldsprengjum að ísraelskum bifreiðum.

Ísraelskir hermann fyrir utan flóttamannastöðina Al-Arroub aðfaranótt 28. október.
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Ísraelska varnarliðið handtók samtals 19 Palestínumenn á Vesturbakkanum seint síðastliðið sunnudagskvöld og árla morguns á mánudag að sögn Times of Israel.

Hinir handteknu eru grunaðir um þátttöku í ofbeldisfullum uppþotum á síðastliðnum vikum. Sumir eru einnig grunaðir um hryðjuverkaaðgerðir að sögn varnarliða.

Þrettán Palestínumenn voru handteknir í stórvægum aðgerðum gegn flóttamannastöðinni Al-Arroub fyrir utan Hebron. Handtökurnar áttu sér stað eftir fjölmörg atvik þar sem steinum og eldsprengjum var kastað að ísraelsku. bifreiðum á aðalbrautinni Route 60.

Síðastliðnar vikur hafa sveitir okkar verið að reyna að binda enda á daglegar árásatilraunir á vegfarendur Route 60, sem er hluti af þeirra áformum til að vernda íbúa Etzion svæðisins,” er haft eftir varnaraðilum við skýrslutöku.

MIFF þarf fleiri meðlimi til að berjast gegn hatri á Ísrael og gegn gyðingahatri.  Smelltu hér til að gerast meðlimur frítt út árið.

IDF fann þá M16 riffil og skotfæri sem tengjast uppþotinu í Al-Arroub.

Í Jórdan-dalnum voru aðrir sex Palestínumenn handteknir vegna annars áhlaups. Þessir sex eru grunaðir um ýmis ofbeldisfull athæfi – herská uppþot, grjótkast og þátttöku í hryðjuverkaaðgerðum.

Bjarte Bjellås
28. oktober 2019 kl. 10.27