Ný tækni hjálpar palestínskum bændum

Frumgerðin hefur verið prófuð í Ísrael og á Bretlandi. Brátt mun hún einnig verða prófuð á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna…

Palentískir bændur uppskera akrana í Jórdan dalnum 19. janúar 2015 [Shadi Hatem/Apaimages]
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Ísraelskir vísindamenn og námsmenn hafa hjálpað til við þróun nýrrar tækni.

Ný afsöltunartækni, sem þróuð var við háskólann í Birmingham, í samvinnu við vísindamenn og námsmenn í Ísrael, Jórdaníu og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu, mun hjálpa palestínskum bændum í baráttunni við vatnsskort á Vesturbakkanum.

Í fréttatilkynningu frá breska háskólanum segir að búnaðurinn sé einfaldur í notkun og hann er hægt að smíða úr aðgengilegum íhlutum. Lausnin er því bæði einföld og ódýr.

Frumgerðin hefur verið prófuð í Ísrael og á Bretlandi. Brátt mun hún einnig verða prófuð á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna, segir í Jerusalem Post.

„Starf okkar er gott dæmi um vel heppnaða samvinnu vísindamanna og námsmanna sem unnið hafa saman, þvert yfir landamæri. Okkur hefur tekist að hanna sólarknúna tækni, sem gerir kleift að vinna drykkjarhæft vatn úr grunnvatni“, segir verkefnisstjórinn Philip Davies, sem starfar við háskólann í Birmingham.

Vatnsskortur er stórt vandamál í Miðausturlöndum. Til lengri tíma getur tæknin líka hjálpað bændum í öðrum heimshlutum. Magn vatns í grunnvatnsuppsprettum um heima allan fer minnkandi, sem gerir að verkum að vatnið er saltara og því síður nothæft. Nýja tæknin tekur saltið úr vatninu, svo auðveldara er að nota það í landbúnaði.

„Útkoma þessa verkefnis var gerð möguleg með samræmdum aðgerðum breskra, ísraelskra, jórdanskra og palestínskra vísindamanna,“ sagði Davies.

DEL
Tidligere artikelAndstæðingar Ísrael á hálum ís
Næste artikelDrottningarviðtal á Hringbraut, seinni hluti
Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.