Heldur því fram að Jesús hafi verið palestínumaður

Var Jesús merkasti Palestínumaður sem hefur verið uppi?

Aðalsamningamaður Palestínumanna, Saeb Erekat. (Mynd: US Islamic World Forum / Flickr.com / CC)

Fimmtudaginn 19. desember deildi Saeb Erekat, leiðtogi samningadeildar PLO, myndbandi með palestínsk-ameríska grínistanum Amer Zahr.

Í myndbandinu segir Zahr að jólahátíðin sé í raun fagnaðarefni Palestínumanna og fullyrðir að Jesús og lærisveinar hans hafi verið palestínumenn; „Jesús barðist gegn hernámi og harðstjórn. Hann var rekinn á brott og hæddur. Að lokum varð öllum ljóst að hann hafði rétt fyrir sér og náði hann þannig sínum málstað fram. Það er ekki hægt að vera meiri palestínumaður en það, “segir Zahr

Það er kaldhæðnislegt að Erekat, sem dreifir myndbandinu, fær á þessu ári 82 milljónir íslenskra króna í aðstoð frá Noregi, til þess að „undirbúa samningaviðræður“ fyrir ráðuneyti sem vinnur gegn Ísrael.

David Collier, óháður blaðamaður og breskur gyðingur, svarar Erekat með eftirfarandi hætti: „Ég get aðeins sagt eitt fyrir víst: Ef þú gætir farið aftur í tímann og spurt Jesú hvort hann væri gyðingur eða palestínumaður, þá myndi hann svara „gyðingur“. Og Jesús myndi spyrja á móti „Hvað er annars palestínumaður?“

Kay Wilson, bresk kona sem lifði af palestínska hryðjuverkaárás, skrifar: „Jesús fæddist í Júdeu, nafni sem Rómverjar gáfu landssvæðinu, enda bjuggu gyðingar þar. Jesús var umskorinn samkvæmt gyðingatrú og foreldrar hans tóku þátt í hátíðum gyðinga. Það eru nokkur hebresk orð í Nýja testamentinu en engin arabísk. Palestína er ekki einu sinni nefnd á nafn í Nýja testamentinu. Nei, Saeb Erekat, Jesús var ekki palestínumaður.“

 

DEL
Tidligere artikelFjölbreytileikanum fagnað í Haífa
Næste artikelNýr leysir mun stöðva eldsprengjur frá Gaza
Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.