Sýrlensku ungbarni flogið til Ísraels í mikilvæga hjartaaðgerð

þá eru það ekki aðeins börn frá ríkjum sem eru hliðholl Ísrael, heldur einnig frá ríkjum sem Ísrael hefur engin diplómatísk tengsl við…...
10 daga gömlu sýrlensku ungbarni var flogið frá Kýpur til Ísraels þann 11. júní í lífsnauðsynlega skyndiaðgerð. Mynd: Twitter
10 daga gömlu sýrlensku ungbarni var flogið frá Kýpur til Ísraels þann 11. júní í lífsnauðsynlega skyndiaðgerð. Mynd: Twitter
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

10 daga gömlu sýrlensku ungbarni var flogið í skyndiaðgerð til Ísraels frá Kýpur á fimmtudaginn, þann 11. júní, til að leiðrétta meðfæddan hjartagalla, samkvæmt Sheba-læknamiðstöðinni. „Aðgerðin bar árangur og ungbarnið er nú á umönnunardeildinni,“ segir talsmaður sjúkrahússins samkvæmt frétt The Times of Israel. Þetta er í fyrsta sinn síðan kórónuveiran braust út sem Sheba – sem er á lista yfir bestu sjúkrahús heims – hafa tekið við sjúklingi að utan.

En það var ekki óalgengt fyrir kórónufaraldurinn að alvarlega veik börn hafi ferðast til Ísraels í lífsnauðsynlegar aðgerðir. Og þá eru það ekki aðeins börn frá ríkjum sem eru hliðholl Ísrael, heldur einnig frá ríkjum sem Ísrael hefur engin diplómatísk tengsl við, eins og Írak og Sýrlandi. Það síðarnefnda er tæknilega séð enn þá í stríði við Ísrael.

Faðir sýrlenska drengsins kom með syni sínum til Ísraels. Hann mun dvelja á sjúkrahúsinu þar til læknarnir telja drenginn nógu hraustan til að ferðast, sem mun líklega taka nokkrar vikur, segir talsmaður sjúkrahússins.

Sendiherra Ísraels í Kýpur, Sammy Revel, segir að það hafi þurft sérstakt samþykki frá Jerúsalem til að koma litla drengnum til Sheba-sjúkrahússins og að það hafi verið gert í samvinnu með heilbrigðisráðuneytinu í Kýpur.

Frá 2013 til 2018 starfrækti Ísrael sérstakt verkefni við landamærin við Sýrland sem var nefnt „Góður nágranni“. Sýrlendingar sem höfðu hlotið skaða í borgarastríðinu þar fengu inngöngu í Ísrael til læknismeðferðar. Á þessum árum fengu nokkur þúsund Sýrlendinga aðstoð frá Ísrael. Opinberlega var hætt við verkefnið árið 2018, þegar sýrlenski einræðisherrann Bashar Assad tók yfir stjórn suðurhluta Sýrlands.

Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.

Tidligere artikelFriðarbarátta skilgreind sem föðurlandssvik
Næste artikelÍsrael er gyðinglegt lýðræðisríki

Ingen indlæg at vise