Fjöltrúa ísraelsk sinfóníuhljómsveit vekur spenning í Arabaheiminum

Firqat Alnoor sinfóníuhljómsveitin hefur gefið út ábreiðu af lagi sem hefur skapað spenning í arabíska heiminum.
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi
Hljómsveitarstjóri Firqat Alnoor, Ariel Cohen, útsetti þessa “instrumental” útgáfu lagsins Aheibak, sem samið er af tónlistarmanninum Husssin al-Jassmi frá S.A.F. til heiðurs Abrahams sáttmálans sem undirritaður var 15. september af Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bahrain.
Sjáðu myndbandið hér:

Ísraelski leikstjórinn Ronen Peled Hadad gerði myndband við lagið sem tekið var upp af dróna á Azrieli Tower skýjakljúfinum í Tel Aviv.
Myndbandið sýnir Tel Aviv og meðlimi sinfóníuhljómsveitarinnar halda á lofti fánum Ísraels og hinna Sameinuðu aeabísku furstadæma og sleppa hvítum friðardúfum til flugs, til tákns um frið milli landanna.
Myndbandið hefur fengið hundruðir þúsunda umsagna á samfélagsmiðlunum og hefur því verið deilt mörg þúsund sinnum á Twitter og í WhatsApp hópum innan furstadæmanna og Bahrain.
Menningar- og ungmennaráðherrann Noura Al Kaabi hefur einnig deilt myndbandinu á Twitter.

Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.

Tidligere artikelTvö Persaflóaríki viðurkenna Ísrael
Næste artikelSúdan gengur í hóp Arabaríkja sem viðurkenna Ísrael

Ingen indlæg at vise