Undirskriftasöfnun: Bindum enda á stuðning Íslands við mismunun S.Þ. gagnvart Ísrael

Við hvetjum þig til að taka þátt í undirskriftaherferð UN Watch í samstarfi við MIFF.
Mynd: Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
Mynd: Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Sameinuðu þjóðirnar halda stöðugt áfram hludrægni sinni gagnvart eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Samkvæmt tölfræði UN Watch hefur Ísland stutt 85% ályktana gegn Ísrael síðan árið 2015. Það ber þó að taka fram að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, sat hjá í atkvæðagreiðslu um mjög einhliða ályktun gegn Ísrael í mars 2019 og hann sat einnig hjá í atkvæðagreiðslu um endurnýjun umboðs nefndar sem er fjandsamleg tilvist Ísraelsríkis (CEIRPP) og eru það skref í rétta átt. Engu að síður er það von UN Watch og okkar hjá MIFF að fulltrúar þjóðríkja hjá Sameinuðu þjóðunum taki skýrari afstöðu á móti óhóflegum og einhliða ályktunum gegn Ísrael. Eftirfarandi bréf er hvatning til utanríkisráðherra um að binda á afgerandi hátt enda á stuðning Íslands við hlutdrægar ályktanir gegn Ísrael.

Smelltu hér til að skrifa undir undirskriftasöfnunina á change.org og einnig hvetjum við þig til að deila henni með vinum þínum.

Kæri Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra,

ég hvet þig til að binda enda á stuðning Íslands við óhóflegar og einhliða ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem beita Ísrael mismunun og hlutdrægni.

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna – allsherjarþingið, mannréttindaráðið, kvennanefndin, alþjóðaheilbrigðisstofnunin og menningarmálastofnunin (UNESCO) – beina spjótum sínum á hverju ári að Ísrael með óhóflegum og einhliða ályktunum, á meðan þær sniðganga djúpstæðan vanda milljóna fórnarlamba mannréttindabrota um allan heim.

Á allsherjarþinginu árið 2018, til dæmis, voru hlutdrægar ályktanir gegn Ísrael 21 talsins, á meðan Íran, Sýrland, Norður-Kórea, Krím, Mjanmar og Bandaríkin fengu hvert um sig aðeins eina ályktun gegn sér.

Á sama tíma voru engar ályktanir kynntar eða samþykktar um mannréttindabrot í Kína, Venesúela, Sádí-Arabíu, Hvíta-Rússlandi, Kúbu, Tyrklandi, Pakistan, Víetnam, Alsír og í 175 öðrum ríkjum.

Að sama skapi hefur Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þess árið 2006 samþykkt fleiri ályktanir gegn Ísrael en samanlagt gegn Íran, Sýrlandi og Norður-Kóreu, boðað til fleiri neyðarfunda og rannsókna um Ísrael en nokkuð annað ríki, og heldur áfram að mismuna Ísrael í föstum dagskrárlið á hverju þingi.

Eins og sjá má í gagnagrunni UN Watch, greiða íslensk yfirvöld árlega atkvæði með 85% þeirra ályktana gegn Ísrael sem samþykktar eru af Allsherjarþinginu.

Það þarf auðvitað að draga stjórnvöld til ábyrgðar fyrir stöðu mannréttindamála í ríkjum þeirra. En það að hafa Ísrael stöðugt í brennidepli ber merki um hagsmunatengda og hlutdræga hegðun, á meðan sniðið er fram hjá alvarlegum og kerfisbundnum mannréttindabrotum annars staðar í heiminum.

Með því að verja takmörkuðu fjármagni Sameinuðu þjóðanna í gerð hlutdrægra og hagsmunatengdra skýrsla sem er beint gegn Ísrael eru fórnarlömb mannréttindabrota í ríkjum eins og Kína, Pakistan og Simbabve hunsuð.

Með því að greiða atkvæði með mörgum af þessum and-ísraelsku ályktunum, gengur Ísland gegn jafnræðisfrumreglunni sem er lögfest í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og frumreglunum um algildi, óhlutdrægni og hlutleysi, eins og þær voru lagðar fram í stofnskjali mannréttindaráðsins (UNGA resolution 60/251).

Ég hvet íslensk yfirvöld til að halda í heiðri grunvallarreglum Sameinuðu þjóðanna með því að hætta öllum stuðningi við þráhyggjukennda neikvæða útmálun Ísraelsríkis, eina þjóðríkis Gyðinga, af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Það er kominn tími til að Sameinuðu þjóðirnar láti af kreddukenndri afstöðu sinni og stuðli í staðinn að mannréttindum allra.“

Smelltu hér til að skrifa undir undirskriftasöfnunina á change.org og endilega mundu eftir að deila með vinum þínum.

Þú getur einnig stutt ákall annara þjóða til ráðherra sinna með því að smella á tengilinn Take Action! á herferðarsíðu UN Watch.

MIFF í Noregi, Danmörku og á Íslandi eru samstarfsaðilar UN Watch í þessari herferð.

Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.

Tidligere artikelSaga hins stílhreina fána Ísraels
Næste artikelNetanyahu tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels

Ingen indlæg at vise