Netanyahu tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels

Friðarsamningur Ísraels og S.A.F, sem var fullgiltur í október, er þriðji friðarsamningur milli Ísraels og arabalands...
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Abdullah bin Zayed, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna,
Þann 15. september 2020 undirrituðu Abdullatif bin Rashid, utanríkisráðherra Barein, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Abdullah bin Zayed, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, friðarsamning milli ríkjanna (Ljósmynd: Twitter)
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Benjamin Netanyahu og krónprinsinn Abdullah bin Zayed hafa verið tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels. Þeir eru tilnefndir af William David Trimble, lávarði, fyrir hinn sögulega friðarsamning, sem ríkin tvö, Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin (S.A.F.), skrifuðu undir í september síðastliðnum. Jerusalem Post greinir frá.

William Trimble fékk sjálfur friðarverðlaunin árið 1998 og var það fyrir framlag hans til friðarumleitana í Norður-Írlandi. Nú vill hann koma því til leiðar að Netanyahu og krónprinsinn verði heiðraðir. Tilnefning vegur þyngra þegar hún kemur frá fyrrum Nóbelsverðlaunahafa.

Donald Trump, sem hafði milligöngu um gerð samningsins, er ekki tilnefndur af Trimble en Trump hefur áður verið tilnefndur af norska stjórnmálamanninum Christian Tybring-Gjedde.

Friðarsamningur Ísraels og S.A.F, sem var fullgiltur í október, er þriðji friðarsamningur milli Ísraels og arabalands. Ísrael hefur einnig gert svipaðan samning við konungsríkið Barein.

Fái Netanyahu verðlaunin verður hann fjórði Ísraelinn sem hlýtur verðlaunin síðan þau voru fyrst veitt árið 1901. Menachem Begin hlaut friðarverðlaunin fyrir friðarsamninginn við Egyptaland en Yitzhak Rabin og Shimon Peres hlutu þau árið 1994 í tengslum við Óslóar-samninginn.

Grein af miff.no

Greinarhöfundur: Bjarte Bjellås. Þýðing: Hafsteinn G. Einarsson

Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.

Tidligere artikelUndirskriftasöfnun: Bindum enda á stuðning Íslands við mismunun S.Þ. gagnvart Ísrael
Næste artikelÞegar fornar deilur eru lagðar á hilluna

Ingen indlæg at vise