„Ég er orðlaus eftir að hafa séð eyðilegginguna.“

Nokkrir utanríkisráðherrar heimsóttu Ísrael til að sýna stuðning og votta samúð
Utanríkisráðherrar frá nokkrum löndum heimsóttu Ísrael til að sjá eyðilegginguna með eigin augum og til að sýna stuðning sinn við landið. “Ég er orðlaus yfir eyðileggingunni sem ég hef séð”, sagði tékkneski utanríkisráðherrann Jakub Kulhanek. (Mynd: Ísraelska utanríkisráðuneytið)
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

„Ég er orðlaus eftir að hafa séð eyðilegginguna og hryllinginn sem Ísrael hefur þurft að upplifa,“ sagði tékkneski utanríkisráðherrann Jakub Kulhanek er hann heimsótti eyðilagða íbúabyggingu í Petah Tikva, skrifar fréttamiðillinn Times of Israel.

Hann bætti við að Ísrael hefði fullan rétt á að verja íbúa sína.

„Á þessum erfiðu tímum, er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að sýna Ísrael að hún á vini í veröldinni. Við erum hér til sð sýna okkar sterku of varandi vináttu við Ísrael, tók tékkneski utanríkisráðherran skýrt fram.“

Utanríkisráðherra Slóveníu, Ivan Korcoc sagði að landið stæði með Ísrael.

„Við erum sannir vinir og við höfum nú komið hingað til að sýna styrkleika þeirra vináttubanda sem eru á milli okkar tveggja ríkja,“ sagði Korcoc þegar hann var leiddur um eyðilagða bygginginuna.

Utanríkisráðherrarnir heimsóttu hús í Petah Tikva þar sem eldflaug hafði sprengt burtu vegginn inn í setustofuna.

Eftir ellefu daga með yfir 4.000 eldflaugaárásum frá Gaza ströndinni má sjá fjölda af sprengdum byggingum, bifreiðum og götum. Tólf manns voru drepnir og 350 eru slasaðir. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas sagðist hafa viljað heimsækja Ísrael til að sýna samstöðu. Hann lagði áherslu á rétt landsins til að verja sig gegn því sem hann lýsti sjálfur sem mjög öflugri og óásættanlegri árás.

„Ísrael hefur rétt á að verja sig,“ sagði Maas síðastliðinn fimmtudag.

Eftir að ljóst var á föstududaginn að Ísrael og Hamas höfðu samið um vopnahlé, sagði Maas að vinna þyrfti að langtímalausnum.

„Nú þurfum við að takast á við orsökin, endurbyggja traust og finna lausn á deilunni,“ sagði þýski utanríkisráðherrann á föstudaginn.

Ísraelski utanríkisráðherrann Gabi Ashkenazi, sem fylgdi sínum evrópsku kollegum í þessari sýnisferð um svæðið, þakkaði þeim öllum fyrir stuðninginn.

Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.

Tidligere artikelÁrás á Ísland! – Íslensk nútímahrollvekja
Næste artikelAf hverju er ekki til palestínskt ríki?

Ingen indlæg at vise