Beatie Deutsch. (photo credit: Courtesy)
Beatie Deutsch. (photo credit: Courtesy)
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Jerúsalem Póst gefur árlega út lista yfir 50 áhrifaríkustu einstaklinga meðal gyðinga í heiminum. Á listanum er jafnan að finna fræg nöfn úr heimi stjórnmála, menningu, varnarmála og viðskipta, en þar má einnig finna óvænt nöfn.

Nafn Beatie Deutsch sem lenti í 42. sæti listans er eitt þeirra. Árið 2009 flutti hún til Ísraels frá Washington DC og settist að í Har Nof, hverfi Othodox gyðinga í Jerúsalem.

Beatie-Deutsch maraþon hlaupari og áhrifavaldur

Beatie hóf að æfa langhlaup árið 2015 eftir að hafa eignast fögur börn á aðeins sex árum. Árið eftir lenti hún óvænt í sjötta sæti í hennar fyrsta maraþonhlaupi sem fram fór í Tel Aviv, á tímanum 3:27 klukkustundum. Árið 2017 vakti Beatie enn meiri athygli er hún hljóp fullt maraþon einungis sjö vikum fyrir fæðingu fimmta barnssins og lauk hún hlaupinu á 4:08 klukkustundum.

Árið 2018 lenti hún í fyrsta sæti ísraelskra kvenna í Jerúsalem maraþoninu á tímanum 3:10 klukkustundum. sem var nýtt ísraelskt met. Síðan þá hefur hún hlaupið Tíberías maraþonið á aðeins 2:42 klukkustundum sem er fimmti besti tími ísraelska kvenna í maraþonhlaupi og í maí á þessu ári vann hún hálft maraþon í Riga í Lettlandi.

Eitt af meginmarkmiðum Beatie er að nýta afrek sín innan íþróttarinnar til að styðja við endurhæfingamiðstöð fyrir geðfatlaða unglinga.

Hún hefur ekki aðeins vakið athygli ísraelskra áhorfenda, heldur er hún fyrirmynd margra annarra trúaðra kvenna um heim allan“ ritar Jerúsalem Póst.

“Beatie hefur brotið niður hindranir í umhverfi sínu og er hvatning fyrir aðra til að ná árangri á öllum sviðum lífsins“ segir blaðið að lokum.

Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.