Hvernig MIFF spyrnir gegn falsfréttum um Ísrael – og hvað hægt er að gera á Íslandi

MIFF á Íslandi - fyrsta skrefið stigið!
Conrad Myrland. (Mynd: Kjetil Ravn Hansen)
Conrad Myrland. (Mynd: Kjetil Ravn Hansen)
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Þökkum öllum sem mættu á kynningarfund okkar um MIFF í Noregi með Conrad Myrland. Það var gott að sjá svona mörg falleg andlit og finna stuðning ykkar.

Nú loks eftir eftir góðan undirbúning lítur nýtt félag dagsins ljós hér á Íslandi sem mun tengja þá saman sem styðja tilverurétt gyðinga og standa með Ísrael fyrir friði.

Þetta er fyrsta félag sinnar tegundar hér á landi – óflokksbundið og algjörlega óháð trúarskoðunum og persónulegum lífsviðhorfum meðlima þess.

Þú getur verið með frá byrjun með því að skrá þig á heimasíðu okkar miff.is.

Fyrirlestur (PDF)

1. hluti

Hversu margir í Noregi og á Íslandi hafa ranga mynd af Ísrael.Formaður MIFF Conrad Myrland í Reykjavík, 27. mars.Vinsamlegast deilið.

Publisert av MIFF – Iceland Fredag 29. mars 2019

2. hluti

Hvernig MIFF spyrnir gegn falsfréttum um Ísrael – og hvað hægt er að gera á Íslandi.Formaður MIFF Conrad Myrland í Reykjavík, 27. mars. Vinsamlegast deilið!

Publisert av MIFF – Iceland Fredag 29. mars 2019

 

Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.

Tidligere artikelHver upplýsir borgarstjórn?
Næste artikelHinir eilífu flóttamenn

Ingen indlæg at vise