Nýjir iPhone símar eru pakkaðir af ísraelskri tækni

VARÚÐ! Ef þú vilt sniðganga Ísrael skaltu halda þig fjarri Apple vörum. Eftir Bjarte Bjellås - 6. desember 2019 kl. 11.31
Iphone-símar
Það er mikið af ísraelskri tækni að finna í nýja Apple iPhone símanum. Hér er mynd af iPhone 11 Pro. (Ljósmynd: Kārlis Dambrāns / Flickr)
Á einungis tíu árum hefur meðlimum MIFF samtakanna í Noregi fjölgað úr 2.000 í um 11.000 félaga. Ef íslenskir vinir Ísraels þétta raðir sínar á sama hátt getum við byggt upp hreyfingu sem afhjúpar falsfréttir, flutt nýjustu fréttir um Ísrael og verið farvegur þeirra sjónarmiða. Þetta gerum við m.a með því að byggja upp góðan upplýsingagrunn með faglegri heimasíðu og nýta mátt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum áleiðis.
Vertu með í MIFF á Íslandi

Nýjustu snjallsímar Apple, iPhone 11 og iPhone 11 Pro, eru hlaðnir ísraelskri tækni. Báðir símarnir kynna til leiks endurbætta útgáfu af Face ID andlitsgreiningartækni – ísraelskur tæknibúnaður sem var innifalinn í IPhone-X þegar hann var settur á markaðinn árið 2017.

Face ID tæknin var kynnt til leiks eftir að Apple keypti ísraelska nýsköpunarfyrirtækið, RealFace. Tæknifyrirtækið var sett á laggirnar af þremur ísraelskum frumkvöðlum Adi Eckhouse Barzilai, Aviv Mader og Gidi Littwin. Andlitsgreiningin var byggð á tækni annars ísraelsks fyrirtækis, PrimeSense.

Hillel Fuld er þekktur nýsköpunarráðgjafi á sviði vísinda í Ísrael. Hann segir stór alþjóðleg fyrirtæki horfa til Ísrael er þeir framleiða vörur sem innihalda nýjan og framsækinn tæknibúnað. Þetta kemur fram í vefmiðlinum „From the Grapevine“.

Iphone-símar með Ísraelskri tækni
Mikið af þeirri tækni sem Apple snjallsímarnir skarta er þróuð í Ísrael. (Ljósmynd: Kārlis Dambrāns / Flickr)

Bandaríska fyrirtækið Apple haslaði sér völl í Ísrael árið 2011. Í dag eru yfir þúsund manns er starfa hjá þremur rannsóknar- og framleiðslumiðstöðvum fyrirtækisins í Herzliya og Haifa. Þar er framleiddur bæði hug- og vélbúnaður fyrir Apple vörur. Fyrirtækið færir nú stöðugt út kvíarnar í Ísrael. Þar kynnti Apple nýverið 150 lausar stöður.

Samkvæmt sérfræðingum vinna um þúsund forritarar við þróun á svokallaðri „augmented reality“ tækni. Um er að ræða tækni sem blandar saman gögnum úr hinum efnislega heimi við sýndargögn, eins og t.d. við vinnslu á mynd og hljóði. Gert er ráð fyrir að þessi tækni muni líta dagsins ljós þegar Apple vörur fara að innihalda þrívíddarmyndavélar, sem gæti orðið að veruleika strax árið 2020. Þá verður hægt að beina myndavélinni að hverju sem er í hinum raunverulega heimi, og bæta þar ofan á lagi af nytsamlegum upplýsingum er varða það sem fyrir augu ber – sannur vísindaskáldskapur.

Rannsókna- og framleiðslumiðstöð Apple í Ísrael er sú stærsta utan Bandaríkjanna, og er ekkert sem bendir til þess að draga muni úr þessu samstarfi.

„Apple fyrirtækið er í Ísrael vegna þess að þar er að finna gríðarmikla hæfileika og fólkið það er stórkostlegt“, sagði Tim Cook forstjóri Apple í einni heimsókn sinni til Ísrael.

Tim Cook forstjóri Apple
Tim Cook forstjóri Apple ásamt starfsmönnum fyrirtækisins í Herzliya í Ísrael árið 2015. (Ljósmynd: Apple)
Lesendum er velkomið að skrifa athugasemdir við fréttina!

MIFF samtökin hafa allt frá árinu 2001 veitt meðlimum þess og andstæðingum fullt málfrelsi á fréttasíðunni að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Að skrifað sé undir réttu nafni. Að færslan sé málefnaleg. Að færslan sé laus vð áreitni og/eða einelti. Við brot á þessum reglum verður lokað á viðkomandi.

Tidligere artikelNámsefni sem mun ekki stuðla að friði
Næste artikelFjölbreytileikanum fagnað í Haífa

Ingen indlæg at vise