Search

Hinir eilífu flóttamenn

“Palestínsku flóttamennirnir” eru einu “flóttamennirnir” sem geta öðlast slíka skilgreiningu án þess að hafa verið gerðir brottrækir úr landi, án þess að vera á flótta frá átökum, hungursneyð eða náttúruhamförum.

Það eru í raun aðeins fáir alvöru palestínskir flóttamenn til.

Hvernig er það mögulegt að á meðan höfðatala í öðrum flóttamannahópum fækkar, hækkar tala palestínskra flóttamanna margfalt?

Vegna þess að þetta stærðarinnar viðskiptabrella.

“Palestínsku flóttamennirnir” eru einu “flóttamennirnir” sem geta öðlast slíka skilgreiningu án þess að hafa verið gerðir brottrækir úr landi, án þess að vera á flótta frá átökum, hungursneyð eða náttúruhamförum.

Þeir gætu gerst ríkisborgarar annarra þjóða; gætu búið í “Palestínu/Gaza” í dag og verið fjórða kynslóðin. En svo lengi sem ættfeður þeirra (gætu hafa) hafa eitt sinn búið í tilskipaðri Palestínu á árunum 1946-1948 og svo yfirgefið heimili sín, eru þeir nú “flóttamenn” að eilífu.

(UNRWA). Samtökin voru stofnuð 1949 í kjölfar misheppnaðs stríðs Araba gegn sjálfstæði Ísraels.
Upprunuleg tilskipun var gerð til að þjónusta þá u.þ.b. 650.000 araba sem þurftu að flýja vegna átakanna.

Í UNRWA eru um 30.000 starfsmenn, flestir palestínskir flóttamenn og lítill fjöldi alþjóðlegra starfsmanna, í tveimur höfuðstöðvum(Gaza og Amman), fimm svæðisskrifstofum (Gaza, Líbanon, Sýrlandi, Jórdaníu og á Vesturbakkanum) og í fjórum skrifstofum talsmanna (New York, Geneva, Brussel og Kairó). Ímyndaðu þér launaskrána!

Samtökin spila pólitískt hlutverk í palestínsku þjóðfélagi. Þau leitast við að efla málstað palestínskrar þjóðernishyggju í gegnum pólitíska menntun, opinberum aðgerðum, and-ísraelskum áróðri og með ýmsum öðrum hætti.

Í raun er staðan sú að UNRWA þarf nú að reiða sig á sjálfan flóttamannavandann. UNRWA græðir alls ekkert á að því að leysa flóttamannavandann – ef þeir gerðu það yrðu samtökin óþörf.

Samtökin ýta ekki aðeins undir flóttamannavandann, heldur hafa þau á margan hátt gert illt verra. Vegna þessa hafa þau í raun gert frið milli Ísrael og Palestínu ómögulegan.

Via S. Haybert

Þýðing Ívar Jóhann Halldórsson

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print