Samtökin Með Ísrael fyrir friði (MIFF) eru norsk félagasamtök sem stofnuð voru árið 1978. Undanfarin ár hafa þau vaxið hratt og frá maí 2008 til ársins 2017 fjölgaði meðlimum úr 2.000 í tæplega 11.000 og samtökin hófu starfsemi á Íslandi í mars 2019.

Frá samstöðufundi með Ísrael fyrir utan Stórþingið í Noregi 10. ágúst 2014  (Mynd:MIFF)

Í apríl 2018 hóf MIFF starfsemi sína í Danmörku. Í mars 2019 var fyrsti opinberi fundur MIFF haldinn í Reykjavík og ný vefsíða MIFF leit dagsins ljós á Íslandi.

MIFF á Íslandi er aðili að MIFF samtökunum í Noregi.

MIFF á Íslandi leitast við að sameina vini Ísraels hvar sem er. Ef þú styður grundvallarstefnu og markmið MIFF þá ert þú velkominn í hópinn.

Markmið samtakanna

  1. MIFF styður rétt Gyðinga til þjóðríkis og föðurlands í Ísrael.
  2. MIFF styður lausnir við flóttamannavandanum sem ekki ógna tilvist Ísraelsríkis né réttar Gyðinga til eigin ríkis.
  3. MIFF telur að átökin milli Ísraels og nágranna þess verði eingöngu leyst með beinum samningaviðræðum milli hluteigandi aðila.
  4. MIFF tekur stöðu gegn félagasamtökum og stofnunum sem ekki viðurkenna tilvistarrétt Ísraelsríkis.
  5. Félagasamtökin MIFF skipta sér ekki af lífsviðhorfum einstaklinga og eru ekki bundin neinum stjórnmálaflokki.

Markmið MIFF á Íslandi

Með hlutlægum og alhliða upplýsingum um Ísrael, Gyðinga og Mið-Austurlönd leitast MIFF við að skapa dýpri skilning og um leið ríkari samúð með málstað Ísraels og Gyðinga í gegnum vefsíðuna miff.is og á facebook-síðu samtakanna. Einnig mun MIFF á Íslandi halda opna fundi þegar þurfa þykir, og einnig standa fyrir viðburðum sem endurspegla samstöðu samtakanna með Ísrael.

Með því að sameina stuðningsfólk Ísraels á Íslandi munum við hafa jákvæð áhrif á umræðuna heima fyrir og mynda sterkari tengsl milli Íslands og Ísraels, á sama hátt og MIFF hefur nú þegar afrekað í Noregi.