Samtökin Með Ísrael fyrir friði (MIFF) eru norsk félagasamtök sem stofnuð voru árið 1978. Undanfarin ár hafa þau vaxið hratt og frá maí 2008 til ársins 2017 fjölgaði meðlimum úr 2.000 í tæplega 11.000 og samtökin hófu starfsemi á Íslandi í mars 2019.
Í apríl 2018 hóf MIFF starfsemi sína í Danmörku. Í mars 2019 var fyrsti opinberi fundur MIFF haldinn í Reykjavík og ný vefsíða MIFF leit dagsins ljós á Íslandi.
MIFF á Íslandi er aðili að MIFF samtökunum í Noregi.
MIFF á Íslandi leitast við að sameina vini Ísraels hvar sem er. Ef þú styður grundvallarstefnu og markmið MIFF þá ert þú velkominn í hópinn.
Markmið samtakanna
- MIFF styður rétt Gyðinga til þjóðríkis og föðurlands í Ísrael.
- MIFF styður lausnir við flóttamannavandanum sem ekki ógna tilvist Ísraelsríkis né réttar Gyðinga til eigin ríkis.
- MIFF telur að átökin milli Ísraels og nágranna þess verði eingöngu leyst með beinum samningaviðræðum milli hluteigandi aðila.
- MIFF tekur stöðu gegn félagasamtökum og stofnunum sem ekki viðurkenna tilvistarrétt Ísraelsríkis.
- Félagasamtökin MIFF skipta sér ekki af lífsviðhorfum einstaklinga og eru ekki bundin neinum stjórnmálaflokki.
Markmið MIFF á Íslandi
Með hlutlægum og alhliða upplýsingum um Ísrael, Gyðinga og Mið-Austurlönd leitast MIFF við að skapa dýpri skilning og um leið ríkari samúð með málstað Ísraels og Gyðinga í gegnum vefsíðuna miff.is og á facebook-síðu samtakanna. Einnig mun MIFF á Íslandi halda opna fundi þegar þurfa þykir, og einnig standa fyrir viðburðum sem endurspegla samstöðu samtakanna með Ísrael.
Með því að sameina stuðningsfólk Ísraels á Íslandi munum við hafa jákvæð áhrif á umræðuna heima fyrir og mynda sterkari tengsl milli Íslands og Ísraels, á sama hátt og MIFF hefur nú þegar afrekað í Noregi.
Yahya Mahamid, múslimi og síonisti, mun halda ræðu á Ísraelsráðstefnu MIFF
Á Ísraelsráðstefnunni í Fornebu (rétt hjá Osló) dagana 9.-11 júní 2023 munt þú fá tækifæri til að heyra tvo spennandi fyrirlestra með ísraelsk-arabískum múslima sem gekk í ísraelska varnarherinn. Smelltu hér til að skrá þig!
Sænsk heimasíða MIFF stofnsett
Heimasíða Með Ísrael fyrir friði er nú starfrækt á fjórum tungumálum.
MIFF fordæmir útgáfu og sölu hatursrits um helförina
MIFF (Með Ísrael fyrir friði) styður áskorun sagnfræðinga til bóksala að taka „Tröllasögu tuttugustu aldarinnar“ ekki í sölu og skorar á þær verslanir sem taka þátt í bóksölu fyrir hátíðirnar að taka ekki þátt í dreifingu hennar.
MIFF og FÍP gangi saman til friðar
Í byrjun jólahátíðarinnar hér á landi átti sér hins vegar stað nokkuð merkur atburður þó lítill væri, þegar íslenska gyðingasamfélagið markaði upphaf ljósahátíðar sinnar opinberlega, að viðstöddum bæði borgarstjóra og forseta borgarstjórnar.
MIFF skorar á fréttamann að vanda til verka
Það er ljóst við lestur þessarar fréttar að ekki er lagður mikill mikinn metnaður í að segja rétt frá, og í að vera fagmannlegur í starfi…
Drottningarviðtal á Hringbraut, seinni hluti
Á tímum kalda stríðsins skipulögðu Sovétríkin ferðir þangað fyrir Vestræna kommúnista. Þetta voru fyrir fram útreiknaðar áróðursferðir þar sem Vesturlandabúarnir sáu nákvæmlega það sem yfirvöld
Andstæðingar Ísraels á hálum ís
Sigmundur Ernir dregur aldrei í efa nokkuð af því sem dömurnar segja, né spyr hann nokkru sinni gagnrýnna spurninga, heldur þvert á móti blæs hann út það sem þær segja og spyr spurninga sem byggjast greinilega á hans eigin ranghugmyndum.
Drottningarviðtal á Hringbraut, fyrri hluti
Það sem vakti athygli okkar frá byrjun var að Sigmundur Ernir spyr iðulega spurninga af nánast hlægilegri ónákvæmni….
Ísrael þurrkað af kortinu: Opið bréf til Drífu Snædal
Á hinn bóginn eru 20% ísraelskra ríkisborgara Arabar – sem eru í reynd Palestínumenn – og þeim er ekki bannað að sinna nokkru starfi, þar á meðal að ganga í herinn og bjóða sig fram til þings. Hver sá sem hefur farið til Ísraels veit að þar býr fólk af mjög ólíkum kynþáttum og menningarheimum. Deilan byggist nefnilega ekki á kynþáttahyggju…
Fulltrúi Keren HaYesod á Norðurlöndunum heimsækir Ísland
Noam er annt um umhverfismál og auk þess að vinna fyrir Keren HaYesod er hann stjórnandi „Dauðahafs-endurlífgunarverkefnisins“ – The Dead Sea Revival Project (http://www.deadsearevival.org/).
Hvað felur það í sér að styðja Ísrael?
Ísrael er lýðræðisríki þar sem regluleg umskipti í ríkisstjórn eiga sér stað, með mun meiri trúarlegri og pólitískri fjölbreytni en fyrirfinnst á Íslandi. Sá Ísraelsvinur sem styður alltaf allar ákvarðanir ísraelskra yfirvalda er ekki til.
Hvernig MIFF spyrnir gegn falsfréttum um Ísrael – og hvað hægt er að gera á Íslandi
MIFF á Íslandi – fyrsta skrefið stigið!