Search
Yahya Mahamid. Mynd: Höfundur ókunnur

Yahya Mahamid, múslimi og síonisti, mun halda ræðu á Ísraelsráðstefnu MIFF

Á Ísraelsráðstefnunni í Fornebu (rétt hjá Osló) dagana 9.-11 júní 2023 munt þú fá tækifæri til að heyra tvo spennandi fyrirlestra með ísraelsk-arabískum múslima sem gekk í ísraelska varnarherinn. Smelltu hér til að skrá þig!

„Múslimi og síonisti“ er kannski samsetning sem þú hefur ekki oft heyrt um, en þannig lýsir Yahya Mahamid sjálfum sér. Yahya er múslimi fæddur í Ísrael og dyggur verjandi Ísraels – að svo miklu leyti að hann bauð fram þjónustu sína í ísraelska varnarhernum (IDF). Eftir að hafa varið land sitt hefur Yahya tekið að sér að fræða aðra um Gyðingahatur og afhjúpað rangfærslur um Ísrael.

Mahamid ólst upp í Umm el-Fahm, einni af fjölmennustu meirihlutaborgum Araba í Ísrael. Líkt og margir múslimar sem ólust upp í Ísrael, var hann snemma varaður við því að treysta Gyðingum. Í síðustu bekkjum grunnskóla, í kennslustund um Helförina, sagði kennarinn bekknum að „það sem Hitler gerði var gott“.

Seinna fékk Mahmid vinnu á hóteli í Tel Aviv við hreingerningar. Hann óttaðist að vinna með ísraelskum Gyðingum og hann kunni ekki hebresku sem jók enn frekar áhyggjur hans. En svo kynntist hann vinnufélögum sínum. Þeir samþykktu hann eins og hann var og þeim var sama hvort hann væri Gyðingur eða ekki. Hann eignaðist vini sem voru Gyðingar og til að gera langa sögu stutta – á ráðstefnunni verður hægt að heyra meira – gekk hann í fótgönguliðasveit IDF og starfaði sem skotfimikennari og agastjóri.

Eftir herþjónustuna var hann beðinn um að taka þátt í sérstöku verkefni. Hann vissi lítið um smáatriðin en komst að því að hann myndi vera hluti af sendinefnd til Dúbaí vegna Abrahamssamningana – samninga sem komu á stjórnmálasambandi milli Ísraels, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Barein, Súdan og Marokkó. Þú getur heyrt meira um þetta ef þú mætir á Ísraelsráðstefnuna.

Stutt myndskeið sem segir frá sögu Yahya Mahmid.
Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print