Hér í MIFF leggjum við okkur fram um að hafa áhrif á umræðuna um Ísrael, sem hefur verið full af rangfærslum, fölskum yfirlýsingum og andúð á Gyðingum.
Í gær birtist frétt á RÚV sem er mjög afvegaleiðandi og villandi. Það hallar á Ísrael á meðan hryðjuverkahópar fá í raun hálfgerða meðaumkun – skuldinni er skellt á Ísrael og hryðjuverkamenn sleppa enn einu sinni með skrekkinn.
Hér að neðan er bréf sem sent var af hálfu MIFF til fréttamannsins sem fréttina skrifaði.
Hjálpaðu okkur að berjast gegn kynþáttafordómum og hatri. Stattu með okkur með því að gerast meðlimur MIFF á Íslandi. Sama getum við fært frið inn í umræðuna. Skráðu þig núna
Bréf til fréttamanns RÚV
Á vef RÚV erum við sem sendum athugasemdir við fréttagreinar fullvissuð um að okkur verði svarað um hæl með tölvupósti. Þið (RÚV) hafið ekki staðið við þetta undanfarið. Þögnin gefur til kynna að þið vitið upp á ykkur sök og forðist að horfast í augu við það.
En þögnin þaggar ekki niður í okkur sem þurfum endalaust að þola slíkar rangfærslur. Ég treysti því að fagmaður, sem þú vonandi ert undir yfirborðinu, geti tekið gagnrýni frá lesendum sÍnum. Það er ljóst við lestur þessarar fréttar að ekki er lagður mikill mikinn metnaður í að segja rétt frá, og í að vera fagmannlegur í starfi, þrátt fyrir fjölmargar ábendingar frá mér og öðrum lesendum. Ef þú gerir þér sjálfur ekki grein fyrir því hvað er í gangi á umræddu svæði ættir þú með réttu ekki að skrifa fréttapistla um efnið. Einhver annar upplýstari ætti að annast það verkefni.
Til að mynda, ef þú veist ekki hver hefur skothríð, hvert raunverulega skotmarkið er og af hverju varnarlið ver borgara sína…..þá ert þú á hálum ís sem fréttamaður.
Sömuleiðis ef þú ert (sem ég vona ekki) stuðningsmaður hryðjuverkasamtaka/-manna sem láta eldflaugum miskunnarlaust rigna yfir íbúabyggðir í Ísrael, ættir þú ekki að láta slíka öfga leka inn í fyrirsagnir þínar. Frásagnir hjá fagmiðli eiga að vera hlutlaus umfjöllun með tilvitnanir í traustar heimildir
og fordómalaus lýsing á óvéfengjanlegum staðreyndum. Persónulegar síður á samskiptamiðlum getur þú notað fyrir þínar eigin skoðanir.
Með villandi og afbakaðri umfjöllun þinni elur þú á hatri og fordómum í garð Gyðinga – bæði þeim sem búa hérlendis sem og auðvitað öllum þeim saklausu ísraelsku fjölskyldum sem eru nú skotmark öfgamanna.
Spurningin er:
Ætlar þú að þrjóskast við og halda uppteknum hætti til að “halda andliti” á kostnað saklausra fórnarlamba hryðjuverka?….sem er alls ekki töff…..
Eða ætlarðu að gera það heiðarlega í stöðunni:
Sem fulltrúi okkar sem greiðum þér laun með skattpeningi okkar; ætlar þú að leiðrétta villur, gefa okkur Íslendingum rétta og sanna mynd af ástandinu og standa um leið fyrir friði og gegn hryðjuverkum?
Nú er komið nóg af svona fréttaleysu og ekki lengur hægt að una við þessi opinberu axarsköft.
Sem fulltrúi fjölmargra óánægðra lesanda ítreka ég því ríka óánægju og vonbrigði með skrif þín. Þú ert áreiðanlega betri fréttamaður en þetta og meira í þig spunnið en þú lætur í veðri vaka.
Með virðingu og vinsemd.
https://www.ruv.is/frett/tveir-palestinumenn-fellu-i-arasum-israela-i-morgun