Heimasíða Með Ísrael fyrir friði er nú starfrækt á fjórum tungumálum.
Greinin birtist upphaflega þann 10. júlí 2021.
MIFF var stofnsett í Noregi á áttunda áratugnum. Árið 2018 hófst starfsemi okkar í Danmörku og árið 2019 bjuggum við til vefsíðu félagsins á íslensku.
Í vikunni sem leið var sænsk vefsíða MIFF sett á laggirnar og hana má skoða hér: www.miff.se. Fjöldi greina frá norskri síðu MIFF hefur verið þýddur á sænsku og nýjar greinar verða reglulega birtar á síðunni. Ný bók Conrads Myrland – Falska myndin af Ísrael – hefur einnig verið þýdd á sænsku og hægt er að panta hana bæði í prenti og á rafrænu formi. https://www.bod.se/bokshop/den-falska-bilden-av-israel-conrad-myrland-9789151995748
Samtökin Með Ísrael fyrir friði (MIFF) voru stofnuð sem frjáls félagasamtök í Noregi árið 1978. Á undanförnum tuttugu árum hefur meðlimum fjölgað úr 1.000 í yfir 11.400. Með vefsíðum, samskiptamiðlum, þrjátíu staðbundnum félagahópum, beinum útsendingum, tímaritum o.fl. hefur MIFF komið hlið Ísraels á framfæri til hundruða þúsunda Norðmanna í hverjum mánuði. Allt félagsstarf er fjármagnað af meðlimum og stuðningsmönnum en samtökin eru ekki studd af neinum stærri samtökum eða ríkjum.
Með hjálp framlaga frá norskum meðlimum MIFF hafa samtökin nýlega hafið störf í Danmörku og á Íslandi. Í Danmörku er einn starfsmaður í fullu starfi og yfir 600 meðlimir en starfið þar er enn fjármagnað af hluta af norskum meðlimum.
Sænskir vinir Ísraels hafa oft sagt okkur að „við þurfum á MIFF að halda í Svíþjóð“. Við kynnum því með stolti vefsíðuna www.miff.se og sænska Facebook-síðu. https://www.facebook.com/miffsverige
Það er auðvelt að útskýra hvers vegna það er þörf á MIFF í Noregi. Nú segjast 32 prósent Norðmanna trúa því að það sé algjörlega eða nokkuð satt að „Ísrael fari jafn illa með Palestínumenn og farið var með Gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni“. Önnur 37 prósent segja að það sé „ómögulegt að svara“ þessari fullyrðingu. Aðeins 31 prósent hafa næga þekkingu á stöðu mála í Mið-Austurlöndum og í seinni heimsstyrjöldinni til að geta hrakið þessa fullyrðingu.
Þessar niðurstöður eru afleiðing áróðurs sem hefur stöðugt verið í gangi í þrjár kynslóðir – frá Norskum fjölmiðlum, stjórnmálaflokkum, samtökum og kirkjuleiðtogum. Það er okkar trú að staðan sé í það minnsta jafn slæm í Svíþjóð.
Draumur okkar er sá að MIFF geti með tímanum orðið jafn öflugur málsvari Ísraels í Svíþjóð og í Noregi. Eina leiðin til að ná því markmiði er að fá sænska Ísraelsvini til að ganga til liðs við okkur og leggja sitt af mörkum. Við munum einnig vera mjög þakklát ef þið deilið innleggjum okkar á samskiptamiðlum og tilkynnið vinum og vandamönnum að ný deild MIFF hafi verið stofnsett í Svíþjóð.
Við bjóðum ykkur velkomin í stærstu óháðu samtök Ísraelsvina í Evrópu!