Search
Trefillinn sýnir merki PGFTU samtakanna. Mynd: Skjáskot af vefsíðu ASÍ

Ísrael þurrkað af kortinu: Opið bréf til Drífu Snædal

Á hinn bóginn eru 20% ísraelskra ríkisborgara Arabar – sem eru í reynd Palestínumenn – og þeim er ekki bannað að sinna nokkru starfi, þar á meðal að ganga í herinn og bjóða sig fram til þings. Hver sá sem hefur farið til Ísraels veit að þar býr fólk af mjög ólíkum kynþáttum og menningarheimum. Deilan byggist nefnilega ekki á kynþáttahyggju...

MIFF þarf á fleiri meðlimum að halda til að standa gegn hvers kyns sniðgöngu á hendur Ísrael. Smelltu hér til að gerast meðlimur út árið án endurgjalds.

Við viljum koma til skila vonbrigðum okkar vegna nýlegrar ákvörðunar þinnar að fordæma Ísraelsríki með því að leggja blessun þína yfir hin svokölluðu BDS-samtök. Okkur langaði að benda þér á nokkur atriði sem lágu á milli hluta í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu ASÍ í gær.

Það heldur því enginn fram að Ísrael sé fullkomið ríki, en Ísrael er eina ríkið í heiminum sem þarf bókstaflega að verja tilverurétt sinn fyrir heimsbyggðinni þegar eitthvað bjátar á. BDS-samtökin hafa sett sig á móti tilverurétti Ísraels og því óhætt að fullyrða að þau hafi ekki áhuga á friði.

Það er löngu ljóst að átökin einskorðast ekki við eignarhald á landi. Árið 2000 var Palestínumönnum boðið svæði sem nemur 96% af Vesturbakkanum og Gaza, en þeir höfnuðu því og fóru í stríð í staðinn. Raunar hafa þeir hafnað öllum tilboðum um sjálfstætt ríki síðan fyrsta tilboðið barst árið 1947.

Trefillinn þinn á myndinni sem fylgdi yfirlýsingunni fór ekki fram hjá okkur. Á sitthvorum enda hans eru merki samtakanna PGFTU með landamærum í samræmi við ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ En hvað þýða þessi orð? Þau eiga við svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins, þ.e.a.s. allt landsvæðið. Þar er sem sagt ekkert rými fyrir Ísrael, ríki sem hefur viðurkenningu 163 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hvað á að verða um þá 6.5 milljón Gyðinga sem búa í Ísrael? BDS-samtökin hafa engin svör gefið við þeirri spurningu.

Í þessu felst ástæðan fyrir því að palestínsk yfirvöld hafa hingað til hafnað öllum tilboðum sem fela ekki í sér allt landsvæðið, og BDS-samtökin styðja þessa afstöðu. Er það merki um að þeir kjósi frið fram yfir áframhaldandi átök?

Það var hvergi gerð tilraun í yfirlýsingunni til að benda á að Palestínumenn á Vesturbakkanum eru þegnar Palestínsku heimastjórnarinnar (PA) en ekki Ísraelsríkis, og það kom sömuleiðis hvergi fram að skorturinn á tjáningarfrelsi og kvenréttindum er sök þeirra eigin yfirvalda á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu. Eru mannréttindabrot PA eða Hamas á eigin þegnum eitthvað sem mannréttindasinni getur horft fram hjá?

Á hinn bóginn eru 20% ísraelskra ríkisborgara Arabar – sem eru í reynd Palestínumenn – og þeim er ekki bannað að sinna nokkru starfi, þar á meðal að ganga í herinn og bjóða sig fram til þings. Hver sá sem hefur farið til Ísraels veit að þar býr fólk af mjög ólíkum kynþáttum og menningarheimum. Deilan byggist nefnilega ekki á kynþáttahyggju, ólíkt því sem þú ýjaðir að, heldur er hún hugmyndafræðilegs eðlis. BDS-samtökin nota þennan samanburð því aðskilnaðarstefnan í S-Afríku er fólki enn í skýru minni. En þessi samanburður er algjörlega óviðeigandi, og gefur til kynna að samtökin veigri sér ekki við því að beita óheilindum í baráttu sinni. Með starfi sínu hafa þeir valdið sundrung milli Ísraelsmanna og Palestínumanna frekar en að byggja brýr.

Hamas-samtökin sluppu líka fyrir horn í ummælum þínum um Gazasvæðið, en þeir hafa staðið fyrir stórfelldum flugskeytaárásum á Ísraelsríki frá því þeir komust til valda. Þeir tilheyra samtökum herskárra íslamista (Bræðralagi múslima) og m.a.s. Egyptar hafa lokað sínum landamærum að Gazasvæðinu af þeirri ástæðu. Ísraelsk yfirvöld hafa sent farma af nauðsynjum til Gaza árum saman, en byggingarefnið sem á að fara í hús og innviði nota Hamasliðar í jarðgöng sem eiga að hleypa árásarmönnum inn í Ísrael til að fremja hryðjuverk.

En það sem veldur okkur mestum áhyggjum er fordæmið sem þú gefur sem forseti mikilvægrar stofnunnar. Í hvert sinn sem eina Gyðingaríki heimsins er útmálað á svona neikvæðan hátt í fjölmiðlum fjölgar árásum á Gyðinga um öll Vesturlönd. Fyrr á árinu kom fram í íslenskum fjölmiðlum að margir Gyðingar á Íslandi þori ekki að segja öðrum frá þjóðerni sínu af ótta við ofsóknir.

Okkur finnst mjög vafasamt að forseti ASÍ taki afstöðu til pólitísks deilumáls milli fjarlægra landa og noti vefsíðu ASÍ sem málgagn í þeim tilgangi. Við borgum til stéttarfélaga sem eiga aðild að ASÍ og við viljum hvetja þig til að endurskoða þessa yfirlýsingu.

Það voru okkur hins vegar miklar gleðifréttir þegar eigendur fyrirtækisins AirBnB, sem áður tóku pólitíska afstöðu í þessu máli, drógu yfirlýsingu sína til baka þegar þeir gerðu sér grein fyrir raunverulegu eðli BDS-samtakanna. Fjölmörg önnur fyrirtæki og heimsþekktar persónur hafa tekið í sama streng eftir að hafa rannsakað staðreyndir málsins. Það er okkar von að þú munir ganga í þann hóp!

Kveðja

Stjórn samtakanna „Með Ísrael fyrir friði“ á Íslandi.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print