Ísraelska varnarliðið handtók samtals 19 Palestínumenn á Vesturbakkanum seint síðastliðið sunnudagskvöld og árla morguns á mánudag að sögn Times of Israel.
Hinir handteknu eru grunaðir um þátttöku í ofbeldisfullum uppþotum á síðastliðnum vikum. Sumir eru einnig grunaðir um hryðjuverkaaðgerðir að sögn varnarliða.
Þrettán Palestínumenn voru handteknir í stórvægum aðgerðum gegn flóttamannastöðinni Al-Arroub fyrir utan Hebron. Handtökurnar áttu sér stað eftir fjölmörg atvik þar sem steinum og eldsprengjum var kastað að ísraelsku. bifreiðum á aðalbrautinni Route 60.
“Síðastliðnar vikur hafa sveitir okkar verið að reyna að binda enda á daglegar árásatilraunir á vegfarendur Route 60, sem er hluti af þeirra áformum til að vernda íbúa Etzion svæðisins,” er haft eftir varnaraðilum við skýrslutöku.
MIFF þarf fleiri meðlimi til að berjast gegn hatri á Ísrael og gegn gyðingahatri. Smelltu hér til að gerast meðlimur frítt út árið.
IDF fann þá M16 riffil og skotfæri sem tengjast uppþotinu í Al-Arroub.
Í Jórdan-dalnum voru aðrir sex Palestínumenn handteknir vegna annars áhlaups. Þessir sex eru grunaðir um ýmis ofbeldisfull athæfi – herská uppþot, grjótkast og þátttöku í hryðjuverkaaðgerðum.
Bjarte Bjellås
28. oktober 2019 kl. 10.27