Search
Kvartmilljón tók þátt í gleðigögnu í Tel Aviv 14 júlí 2019 (Arsen Ostrovsky)

250.000 tóku þátt í Gay-Pride göngu í Ísrael

Fulltrúi gleðigöngunnar í Tel-Aviv var sjónvarpsstjarnan Neil Patrick Harris

Um 250.000 manns tóku þátt í Gay-Pride göngunni í Tel-Aviv föstudaginn 14.júní. Gay-Pride gangan í Tel-Aviv er sú stærsta í Asíu og eins sú stærsta í öllum heiminum. Auk heimamanna laðar gangan til sín um 30.000 ferðamenn árlega, skrifar fréttamiðillinn Ha’aretz.

Á meðan fordómar gagnvart lesbíum, samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki eru mjög miklir í flestum miðausturlöndum, er Tel-Aviv ein vinalegasta borg í heimi gagnvart LGBT-fólki.

Fulltrúi gleðigöngunnar í Tel-Aviv var sjónvarpsstjarnan Neil Patrick Harris, sem flestir þekkja úr þáttunum How I Met Your Mother.

Sjónvarpsstjarnan Neil Patrick Harris úr úr þáttunum How I Met Your Mother (Tel Aviv kommune)
Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print