Search
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Samsett mynd.

Bréf frá MIFF til ríkisstjórnarinnar: Ísland þarf að fordæma árásir Hizbollah á Ísrael

Ríkisstjórn Íslands verður tafarlaust að krefjast opinberlega að liðsmenn Hizbollah dragi sig til baka frá landamærum Ísraels og láti af eldflaugaárásum á ísraelskan almenning.

Með Ísrael fyrir friði (MIFF) sendi í dag eftirfarandi bréf til ríkisstjórnar Íslands fyrir hönd allra meðlima sinna.

Ef þú vilt styðja kröfur bréfsins, máttu endilega senda eigin bréf til for@for.is (forsætisráðuneytið) og utn@utn.is (utanríkisráðuneytið).

Okkur langar einnig að hvetja ykkur til að halda á lofti þessum kröfum með pistlum, póstum á samfélagsmiðlum, bréfum til þingmanna, o.fl.

Til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra

Ísland þarf að fordæma banvæna árás Hizbollah á Ísrael og krefjast tafarlausrar virkjunar ályktunar Sameinuðu þjóðanna númer 1701

Snemma morguns þann 14. febrúar skutu Hizbollah-samtökin fjölda flugskeyta á ísraelsku borgina Safed í vesturhluta Galíleu. Í borginni búa 40.000 manns, aðeins þrettán kílómetrum frá landamærunum við Líbanon. Ein kona lést í árásinni og átta særðust. Flugskeytaárásirnar 14. febrúar eru aðeins nýjasti hluti stöðugrar stigmögnunar átaka af hálfu Hizbollah, en samtökin hófu að eigin frumkvæði árásir á Ísrael í kjölfar hryðjuverkanna þann 7. október. Árásirnar hafa þvingað 60.000 Ísraela sem búa við landamærin að Líbanon til að flýja heimili sín. Þessari stigmögnun er greinilega ætlað að þvinga Ísrael til stórtækra gagnárása á Líbanon til að verja mannslíf og svæði Ísraels. Því er mikilvægt að Hizbollah-samtökin séu fordæmd fyrir árásir sínar, sem brjóta auk þess í bága við alþjóðalög.

Með Ísrael fyrir friði (MIFF) krefst þess að íslensk yfirvöld fordæmi tafarlaust og tæpitungulaust árásir Hizbollah. Íslensk yfirvöld þurfa einnig að krefjast þess að Líbanon, Hizbollah og Íran uppfylli tafarlaust skyldur sínar samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 1701.

Hryðjuverkasamtök á vegum Írans hafa lagt aukinn metnað í árásir sínar, meðal annars gegn alþjóðlegum siglingaleiðum, sem gefur sjávarútvegsþjóðinni Íslandi góða ástæðu til að fordæma árásirnar.

Það er sama ríkið sem ógnar Ísrael, alþjóðlegu siglingaleiðinni yfir Rauðahafið og bandarískum herstöðvum í Írak og Sýrlandi. Ísland þarf að koma því skýrt til skila að kúgunartilburðir Írans séu óviðunandi. Þegar ríki heimsins fordæma og aðvara Ísrael á daglegum grundvelli, túlka stjórnvöld í Íran það sem stuðning við sundrandi hernaðaráætlun þeirra við að útrýma Ísraelsríki og breiða út íslamska byltingu um öll Mið-Austurlönd.

Ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 1701 frá 11. ágúst 2006 lagði diplómatíska grundvöllinn að endalokum seinna Líbanon-stríðsins. Það er mikilvægara en nokkru sinni að Ísland styðji við þessa yfirlýsingu og krefjist þess að henni sé fylgt eftir. Nú er raunveruleg hætta á að þriðja Líbanon-stríðið brjótist út. Yfirvöld í Líbanon áttu að að hafa yfirráð yfir öllu sínu svæði en Hizbollah stjórnar nú stóru landsvæði í suðurhluta ríkisins.

Það væru engin vopn á þessu svæði án samþykkis líbanskra yfirvalda og landamærin hefðu átt að vera tryggð á þann hátt að ekki hefði verið hægt að smygla vopnum til Hizbollah. Engu að síður hefur Hizbollah byggt upp birgðageymslu 150.000 flugskeyta og stóran skæruliðaher sem er tilbúinn að framkvæma árásir líkar þeim sem við urðum vitni að þann 7. október.

Líbanon er skuldbundið því að tryggja að svæðið milli landamæra Ísraels og Litani-árinnar sé laust við „vígamenn, herstöðvar og vopn“ sem tilheyra ekki líbönskum yfirvöldum eða UNIFIL friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir það hefur Hizbollah fjölda herstöðva og liðsmanna við landamærin að Ísrael án þess að að UNIFIL hafi nokkuð aðhafst.

Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru skuldbundin því að hindra sölu vopna og hergagna til hryðjuverkahópa í Líbanon. Þessi skuldbinding hefur verið virt að vettugi, sérstaklega af Íran.

Ríkisstjórn Íslands þarf nauðsynlega að krefjast opinberlega algjörs viðsnúnings liðsmanna Hizbollah frá landamærunum að Ísrael og eyðingu flugskeytanna sem ógna ísraelskum almenningi.

Hér er um að ræða ályktun Sameinuðu þjóðanna sem getur stuðlað að friði ef henni verður fylgt eftir. Það er mikilvægt að Ísland eigi frumkvæðið í að hvetja til aðgerða sem minnka hættuna á að átök breiðist til nýrra landsvæða með auknum þjáningum beggja megin landamæranna.

Fyrir hönd stjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi:

Ívar Davíð Halldórsson

Finnur Thorlacius Eiríksson

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print