Search
Foríða „Bibelen 2020“ (Ljósmynd: (Carsten Lundager, Bibelselskabet.dk)
Foríða „Bibelen 2020“ (Ljósmynd: (Carsten Lundager, Bibelselskabet.dk)

Búið er að fjarlægja Ísrael úr nýju biblíuþýðingunni

Þýðendur vilja ekki að lesendur sjái samhengi milli Ísraels Biblíunnar og Ísraelsríki nútímans. Samkvæmt Frost segja biblíuþýðendur tvær ástæður vera fyrir þessari ákvörðun. „Í fyrsta lagi halda þeir því fram að nafnið Ísrael sé ekki notað sem landfræðileg skírskotun...

Í fyrsta skipti í 28 ár hefur Danish Bible Society sett fram nýja biblíuþýðingu sem titluð er Bibelen 2020. Biblían hefur verið þýdd úr hebresku og grísku af tungumálasérfræðingum sem hafa djúpan skilning á nútímadönsku, samkvæmt tilkynningu frá Bible Society.

Nafnið Ísrael hefur verið fjarlægt frá öllum þeim stöðum sem það kom fyrir í Nýja testamentinu, útskýrir Jan Frost í Youtube-mynd sem kom út 17. Apríl.

Frost er virkur innan dönsku hreyfingarinnar „Word and Israel“. Nafnið Ísrael birtist í mismunandi samhengi 76 sinnum í Nýja testamenti síðustu norsku þýðingarinnar frá 2011 (2250 sinnum í Gamla tesamentinu), með tilvísun bæði í þjóð og land, samkvæmt leitarniðurstöðum á vefsíðunni bibelen.no. „Í nýju dönsku þýðingunni hefur verið ákveðið að umrita nafnið Ísrael sem „Gyðingar“, eða jafnvel eyða því með öllu út“, segir Frost.

Í Matteusarguðspjalli 2:20, til að mynda, er Jósef sagt að fara með Maríu og Jesúbarnið til „landsins Ísrael“. Í hinni nýju dönsku þýðingu segir hins vegar að Jósef hafi farið með Maríu og Jesú „heim“. Nýja þýðingin er sjálfri sér fylgin í að umrita eða fjarlægja nafnið Ísrael, með einni undantekningu þó, þegar um tilvitnun í Gamla testamentið er að ræða.

Samkvæmt Frost segja biblíuþýðendur tvær ástæður vera fyrir þessari ákvörðun. „Í fyrsta lagi halda þeir því fram að nafnið Ísrael sé ekki notað sem landfræðileg skírskotun til þess lands sem við þekkjum sem Ísrael í dag. – Þetta er einfaldlega ekki rétt“, segir Frost.

Í öðru lagi hafa þýðendur bent á það að Ísrael biblíunnar sé ekki sama ríki og Ísraelsríki okkar tíma, og því munu lesendur eiga erfitt með að greina á milli biblíulegrar og nútímalegrar notkunar orðsins. „En þá er einkennilegt að þeir hafi ekki komist að sömu niðurstöðu þegar kemur að Egyptalandi og Líbíu,“ gagnrýnir Frost.

Egyptaland og Líbía nútímans eru heldur ekki nákvæmar hliðstæður Egyptlands og Líbíu hinna biblíulegu tíma. – „Þýðendurnir vilja því augljóslega ekki að lesendur álíti að samband sé milli Ísraels biblíunnar og Ísraelsríki nútímans – vegna þess að þeir álíta að svo sé ekki“, segir Frost. Frost hefur ekki fundið eina einustu alþjóðlegu biblíuþýðingu þar sem gripið hefur verið til slíkra aðgerða. – „Slík þýðing fyrirfinnst tæpast“, segir Frost.

Finnst þér að það eigi að fjarlægja Ísrael úr nútímaþýðingum biblíunnar? Skrifaðu svar þitt í athugasemdagluggann hér að neðan.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print