„Ég er orðlaus eftir að hafa séð eyðilegginguna og hryllinginn sem Ísrael hefur þurft að upplifa,“ sagði tékkneski utanríkisráðherrann Jakub Kulhanek er hann heimsótti eyðilagða íbúabyggingu í Petah Tikva, skrifar fréttamiðillinn Times of Israel.
Hann bætti við að Ísrael hefði fullan rétt á að verja íbúa sína.
„Á þessum erfiðu tímum, er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að sýna Ísrael að hún á vini í veröldinni. Við erum hér til sð sýna okkar sterku of varandi vináttu við Ísrael, tók tékkneski utanríkisráðherran skýrt fram.“
Utanríkisráðherra Slóveníu, Ivan Korcoc sagði að landið stæði með Ísrael.
„Við erum sannir vinir og við höfum nú komið hingað til að sýna styrkleika þeirra vináttubanda sem eru á milli okkar tveggja ríkja,“ sagði Korcoc þegar hann var leiddur um eyðilagða bygginginuna.
Eftir ellefu daga með yfir 4.000 eldflaugaárásum frá Gaza ströndinni má sjá fjölda af sprengdum byggingum, bifreiðum og götum. Tólf manns voru drepnir og 350 eru slasaðir. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas sagðist hafa viljað heimsækja Ísrael til að sýna samstöðu. Hann lagði áherslu á rétt landsins til að verja sig gegn því sem hann lýsti sjálfur sem mjög öflugri og óásættanlegri árás.
„Ísrael hefur rétt á að verja sig,“ sagði Maas síðastliðinn fimmtudag.
Eftir að ljóst var á föstududaginn að Ísrael og Hamas höfðu samið um vopnahlé, sagði Maas að vinna þyrfti að langtímalausnum.
„Nú þurfum við að takast á við orsökin, endurbyggja traust og finna lausn á deilunni,“ sagði þýski utanríkisráðherrann á föstudaginn.
Ísraelski utanríkisráðherrann Gabi Ashkenazi, sem fylgdi sínum evrópsku kollegum í þessari sýnisferð um svæðið, þakkaði þeim öllum fyrir stuðninginn.