Search

Fjöltrúa ísraelsk sinfóníuhljómsveit vekur spenning í Arabaheiminum

Firqat Alnoor sinfóníuhljómsveitin hefur gefið út ábreiðu af lagi sem hefur skapað spenning í arabíska heiminum.
Hljómsveitarstjóri Firqat Alnoor, Ariel Cohen, útsetti þessa “instrumental” útgáfu lagsins Aheibak, sem samið er af tónlistarmanninum Husssin al-Jassmi frá S.A.F. til heiðurs Abrahams sáttmálans sem undirritaður var 15. september af Ísrael, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bahrain.
Sjáðu myndbandið hér:

Ísraelski leikstjórinn Ronen Peled Hadad gerði myndband við lagið sem tekið var upp af dróna á Azrieli Tower skýjakljúfinum í Tel Aviv.
Myndbandið sýnir Tel Aviv og meðlimi sinfóníuhljómsveitarinnar halda á lofti fánum Ísraels og hinna Sameinuðu arabísku furstadæma og sleppa hvítum friðardúfum til flugs, til tákns um frið milli landanna.
Myndbandið hefur fengið hundruðir þúsunda umsagna á samfélagsmiðlunum og hefur því verið deilt mörg þúsund sinnum á Twitter og í WhatsApp hópum innan furstadæmanna og Bahrain.
Menningar- og ungmennaráðherrann Noura Al Kaabi hefur einnig deilt myndbandinu á Twitter.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print