Search

Hamassamtökin

Hermenn Hamassamtakanna taka þátt í heræfingu á Gazasvæðinu í desember 2020. Markmiðið var að undirbúa stríð gegn Ísrael. Í dag telur her Hamas um 30.000 vopnaða hermenn, auk þúsunda flugskeyta.

Hamassamtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu.

Hamas er arabísk skammstöfun fyrir „Íslamska mótspyrnuhreyfingin“. Hamas er palestínsk íslamistahreyfing sem hefur haft yfirráð yfir Gazasvæðinu síðan 2007 og hefur átt í hryðjuverkastríði gegn Ísrael síðan samtökin voru stofnuð seint á níunda áratugnum. Hamas rekur hugmyndafræðilegar rætur sínar til Bræðralags múslima.

Hvað er Hamas?

Árið 2001, eftir árásirnar 11. september, lét Ráðherraráð Evrópusambandsins setja herdeild Hamassamtakanna á lista hryðjuverkasamtaka. Árið 2003 var hinn svokallaði „pólitíski“ hluti Hamas einnig settur á listann. Nýlega, árið 2017, staðfesti Evrópudómstóllinn að Hamassamtökin séu hryðjuverkasamtök.

„Sem gyðinglegt ríki byggt Gyðingum er Ísrael mótsnúið íslam og múslimum,“ segja Hamassamtökin.

Hamassamtökin unnu síðustu palestínsku kosningarnar sem voru haldnar í byrjun árs 2006. Hamas hlaut 44,45% atkvæða en Fatahhreyfingin hlaut 41,43% atkvæða. Kosningakerfið gerði það að verkum að Hamas fékk skýran meirihluta á þinginu með 74 af 132 sætum. Í kjölfar kosninganna jukust átök á milli fylkinganna sem enduðu með yfirtöku Hamas á Gazasvæðinu sumarið 2007.

Stofnsáttmáli Hamas

Stofnsáttmáli Hamas var samþykktur þann 18. ágúst 1988. „Sem gyðinglegt ríki byggt Gyðingum er Ísrael mótsnúið íslam og múslimum,“ segja Hamassamtökin í sáttmálanum. Markmið þeirra er að útrýma Ísrael og skipta eina Gyðingaríki heims út fyrir Arabaríki númer 23 og múslimaríki númer 58. Lokamarkmiðið er að „lyfta fána Allah yfir alla hluti.“

Hamassamtökin unnu síðustu palestínsku kosningarnar sem voru haldnar í byrjun árs 2006. Hamas hlaut 44,45% atkvæða en Fatahhreyfingin hlaut 41,43% atkvæða.

Hryðjuverkamenn Hamas sækja hvatningu í stofnsáttmála Hamas. „Barátta okkar gegn Gyðingunum er mjög víðtæk og alvarleg og mun þar af leiðandi þarfnast alls þess dygga stuðnings sem við getum fengið. Síðar munu fylgja frekari áfangasigrar, styrktir af herdeildum frá hinum víðfeðma arabíska og íslamska heimi, þar til óvinirnir eru yfirbugaðir og sigur Allah er orðinn staðreynd,“ skrifa Hamassamtökin.

Hamas er öfgafull íslamistahreyfing samkvæmt öllum skilgreiningum. „Allah er lokamarkmiðið, spámaðurinn er fordæmi okkar or Kóraninn er stjórnarskráin,“ skrifuðu Hamassamtökin í stofnsáttmála sínum. Dæmigerðar andgyðinglegar samsæriskenningar sem eru að finna í stofnsáttmálanum sýna að hópurinn hefur fengið innblástur frá nasistum og öðrum Gyðingahöturum í Evrópu.

Hamas og Ísrael

Ísrael og Ísraelsmenn hafa verið skotmark hryðjuverka Hamassamtakanna frá stofnun samtakanna. Fyrsta árás samtakanna var gerð vorið 1989 þegar þau rændu og myrtu tvo ísraelska hermenn. Eftir fyrri lotu Oslóarsamninganna árið 1993 lögðust samtökin í herferð sjálfsvígsárása sem urðu fjölda ísraelskra ríkisborgara að bana. Í september 1997 gerðu ísraelskir njósnarar tilraun til að ráða Hamas-leiðtogann Khaled Mashal af dögum í Jórdaníu en sú tilraun misheppnaðist.

Hamas og Ísrael hafa ítrekað átt í vopnuðum átökum síðan Hamassamtökin rændu völdum á Gazasvæðinu árið 2007.

Hamas og Ísrael hafa ítrekað átt í vopnuðum átökum síðan Hamassamtökin rændu völdum á Gazasvæðinu árið 2007. Stærstu rimmurnar voru Operation Cast Lead frá 27. desember 2008 til 18. janúar 2009 og Operation Protective Edge frá 8. júlí til 26. ágúst 2014. Sökum þess að Hamassamtökin neituðu að samþykkja vopnahlé og héldu flugskeytaárásum gegn Ísrael til streitu vikum saman hlutu almennir borgarar í Palestínu skaða af ísraelskum varnaraðgerðum sem miðuðu að því að stöðva flugskeytaárásirnar.

Árásir Hamassamtakanna

Fyrsta sjálfsvígsárás Hamassamtakanna átti sér stað árið 1993. Frá september 2000 til mars 2008 gerðu palestínskir hryðjuverkahópar 108 sjálfsvígsárásir sem drápu 557 Ísraela og særðu hundruð til viðbótar. Þessir hryðjuverkahópar voru Hamas, Al-Aqsa píslarvottaherdeildin (Fatah), íslamskt heilagt stríð (PIJ), PFLP og aðrir hópar. Öryggissveitir Ísraels stöðvuðu fjölda slíkra tilrauna og önnur hryðjuverkaáform ár hvert og ísraelska leyniþjónustan náði einnig að koma í veg fyrir árásir íslamista í Evrópu.

Hersveitir Hamassamtakanna

Hersveitir Hamassamtakanna eru nefndar í höfuð Izz ad-Din al-Qassam (f. 1882, d. 1935) en hann var leiðtogi hryðjuverkamanna sem áttu í hryðjuverkastríði gegn Gyðingum á millistríðsárunum. Nokkrir tugir þúsunda bardagamanna skipa hersveitir samtakanna. Barátta Al-Qassam herdeildanna miðar að því að ná því markmiði Hamas að útrýma eina Gyðingaríki heimsins og draga upp fána Allah yfir allt svæðið.

Hersveitir Hamassamtakanna eru nefndar í höfuð Izz ad-Din al-Qassam (f. 1882, d. 1935) en hann var leiðtogi hryðjuverkamanna sem áttu í hryðjuverkastríði gegn Gyðingum á millistríðsárunum.

Hamas og Palestína

Úr grein 11 í stofnsáttmálanum: „Hamas trúir að land Palestínu sé íslamskt land (waqf) tileinkað framtíðarkynslóðum múslima fram að Dómsdegi. Engum hluta landsins má sóa. Engum hluta landsins má sleppa.“ Ekki einu sinni leiðtogar Arabaheimsins, þar á meðal Palestínumanna mega breyta þessu. „Þetta eru lögin sem ráða landi Palestínu samkvæmt sjaríalögum íslams og það sama á við um hvert það landsvæði sem múslimar hafa sigrað með valdi vegna þess að þegar löndin voru sigruð helguðu múslimar þau komandi kynslóðum múslima allt fram að Dómsdegi.“

Í maí 2017 birtu Hamassamtökin nýja stefnuskrá. Í Noregi var stefnuskráin túlkuð á ruglingslegan hátt af NRK, ríkissjónvarpi Noregs. Í nýju stefnuskránni stendur að Hamas „hafni hvaða tillögu sem felur ekki í sér algjöra frelsun Palestínu frá ánni að sjónum.“ Orðin „frá ánni að sjónum“ fela í sér höfnun á tilvistarrétti Ísraels á svæðinu. Samt sem áður greindi NRK frá því að Hamas „vilji ekki lengur útrýma Ísrael“.

Fáninn sem stuðningsmenn Hamas nota er grænn með íslamskri trúarjátningu í hvítu arabísku letri í miðju fánans. Einkennismerki Hamas sýnir allt fyrrum breska umboðssvæðið Palestínu í grænum lit sem merki um að Ísrael muni verða skipt út fyrir ríki múslima. Einkennismerkið sýnir einnig Steinhvelfinguna frægu í Jerúsalem og tvö sverð.

Leiðtogar Hamassamtakanna

Stofnandi og fyrsti leiðtogi Hamas var Sheikh Ahmed Yassin. Hann bar ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása gegn Ísrael, þar á meðal sjálfsvígsárásum. Árið 2021 varð Ismail Haniyeh leiðtogi samtakanna á Gazasvæðinu. Yahya Sinwar er annar valdamesti leiðtogi samtakanna. Hann varði tuttugu og tveimur árum í ísraelsku fangelsi fyrir að ræna og myrða tvo ísraelska hermenn, en honum var sleppt í fangaskiptum árið 2011.

Hamasleiðtoginn Ismail Haniyeh heldur ræðu við jarðarför íranska hershöfðingjans Qasem Soleimani í janúar 2020. Mynd: Khamanei.ir

Fathi Hamad er þingmaður palestínska þingsins (PLC) – sem hefur þó ekki verið starfrækt síðan 2007 – og hann er einn æðstu leiðtoga Hamassamtakanna. „Við þurfum að ráðast á hvern einasta Gyðing á jörðinni, slátra þeim og drepa, sé það vilji Allah,“ sagði Hamad í ræðu þann 12. júlí 2019. Hann sendi einnig ákall til Palestínumanna á Vesturbakkanum til að stinga Ísraelsmenn.

Í nýju stefnuskránni stendur að Hamas „hafni hvaða tillögu sem felur ekki í sér algjöra frelsun Palestínu frá ánni að sjónum.“

Hamas – Súnnítar eða sjítar?

Súnnítar og sjítar eru tveir stærstu hópar múslima, en sá klofningur átti sér stað skömmu eftir fráfall spámannssins Múhammeðs. Bræðralag múslima, Hamas og meginþorri Palestínumanna eru súnnítar. Eftir byltingu sjíta í Íran árið 1979 og náin tengsl Írans og hryðjuverkahópanna á Gazasvæðinu hefur fjöldi Palestínumanna ákveðið að gerast sjítar.

Hamas byggja á súnní-íslam en það hefur ekki hindrað samtökin í að sækja fjárhagslegan og hernaðarlegan stuðning til sjía-stjórnarinnar í Íran. Sameiginlegt hatur á Ísrael sameinar þau. Leiðtogi samtakanna Palestínskt heilagt stríð (PIJ) Ziyad al-Nakhaleh sagði um Íranann Qassem Suleimani í desember 2020, „Ekkert gerist [á Gazasvæðinu] án beinna tilskipana frá honum…“ Hann bætti við að írönskum flugskeytum hafi verið skotið á Tel Avív í Ísrael.

Hamassamtökin og Íran

Hamassamtökin hafa lengi hlotið efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning frá Íran, en þeirri samvinnu lauk tímabundið vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi sem hófst árið 2011. Árið 2012 lýsti Hamas opinberlega yfir andstöðu við Assad-stjórnina í Sýrlandi sem háði blóðugt stríð við skoðanabræður Hamassamtakanna tengdum Bræðralagi múslima. Íran studdi Assad-stjórnina og færði þar með stuðning sinn frá Hamas yfir til samtakanna sem kenna sig við heilagt stríð í Palestínu (PIJ). Undanfarið hafa Hamassamtökin og Íran sameinast á ný.

Hamas og Hezbollah

Borgarastyrjöldin í Sýrlandi skapaði tímabundið ósætti milli Hamas og Hezbollah en nýlega hafa bæði samtökin fært sig í átt að endurnýjuðu samstarfi. Þrátt fyrir að Hamas og Hezbollah byggi á ólíkum afbrigðum íslams eru þeir sameinaðir í baráttu sinni gegn Ísrael. Báðir hópanna sækjast einnig eftir algjörum og öruggum pólitískum völdum á svæðunum þar sem þeir starfa – Gaza og Líbanon.

Klofningurinn milli Fatah og Hamas gerir það að verkum að Palestína er einungis ríki draumóramanna.

Hamas og Fatah

Hamas og Fatah hafa lengi eldað grátt silfur saman í palestínska samfélaginu. Á Vesturbakkanum eru Palestínumenn tengdir Hamas ofsóttir og kúgaðir af Palestínsku heimastjórninni sem eru undir stjórn Fatah. Á Gazasvæðinu eru hins vegar Palestínumenn tengdir Fatah ofsóttir og kúgaðir af Hamasstjórninni. Þrátt fyrir fjölda samtala um endurnýjaða samvinnu og nýjar kosningar hafa þau áform ekki orðið að veruleika.

Klofningurinn milli Fatah og Hamas gerir það að verkum að Palestína er einungis ríki draumóramanna.

Síðan 2007 hefur Palestína samtímis haft tvo ólíka forseta, tvo ólíka forsætisráðherra, brot beggja aðila á lykilatriðum eigin stjórnarskrár, ekkert virkt löggjafarþing, enga getu eða vilja til að halda kosningar, þegna sem þeir hafa enga stjórn á, landamæri sem fela í sér innlimun svæða annars ríkis og enga skýra áætlun til að leysa þessi ágreiningsmál.

Hamasstjórnin á Gazasvæðinu

Hamassamtökin hafa haft algjöra stjórn á Gazasvæðinu síðan 2007. Samtökin hrifsuðu til sín völdin í blóðugu valdaráni sem varð 120 vígamönnum og 39 almennum borgurum að bana. Frá sjónarhóli Fatahhreyfingarinnar rændu Hamassamtökin völdum. Frá sjónarhóli Hamas var það Fatahhreyfingin sem skipulagði blóðugt valdarán og að Hamas hafi tekið völdin á Gazasvæðinu í sjálfsvarnarskyni. Eftir palestínska borgarastríðið hefur fjöldi Palestínumanna sem er trúr Fatahhreyfingunni starfað fyrir Palestínsku heimastjórnina á Gaza og fengið laun sem eru fjármögnuð af alþjóðlegu hjálparstarfi, án þess þó að þeir vinni handtak.

Konum á Gazasvæðinu er mismunað af Hamasstjórninni á ýmsum sviðum.

Konum á Gazasvæðinu er mismunað af Hamasstjórninni á ýmsum sviðum. Blaðakonan Åshild Eidem skrifaði:

„Til dæmis er refsingin fyrir framhjáhald tvö ár fyrir konur en sex mánuðir fyrir karla. Karlmönnum getur auk þess eingöngu verið refsað ef verknaðurinn á sér stað fjarri heimilis hjónanna, en konum getur verið refsað sama hvar verknaðurinn á sér stað. Annað dæmi eru nauðgunarmál. Ef nauðgari samþykkir að kvænast fórnarlambinu sleppur hann við dóm. Auk þess eru viðurlögin við heiðursmorðum á Gaza í mesta lagi tvö ár, töluvert lægri en í öðrum morðmálum.“ Samkvæmt Eidem er heimilisofbeldi ekki refsivert á Gazasvæðinu.

Hamassamtökin og Sýrland

Fram að 2012 voru höfuðstöðvar pólitískra leiðtoga Hamassamtakanna í Damaskus í Sýrlandi. Þáverandi leiðtogi Hamas, Khaled Mashaal, tók hlið uppreisnarmanna gegn stjórn Bashar al-Assads og sendi einnig vopn og skotfæri til herskárra Palestínumanna í Yarmouk-flóttamannabúðunum til að berjast gegn stjórnarhernum. Assad sigraði í stríðinu og hefur enn ekki fyrirgefið Hamassamtökunum. Stjórnin í Damaskus lítur nú á Hamas sem hryðjuverkamenn.

Sonur Hamassamtakanna

Sonur Hamassamtakanna (Son of Hamas) er bók eftir Mosab Hassan Yousef (f. 1978). Yousef er elsti sonur Sheikh Hassan Yousef, einn stofnenda Hamassamtakanna á Vesturbakkanum. Eftir að hafa af tilviljun byrjað að spjalla við breskan ferðamann fór Mosab í persónulegt ferðalag sem leiddi hann frá Hamas og í samstarf með ísraelskum öryggissveitum, viðsnúning til kristinnar trúar og pólitískt athvarf í Bandaríkjunum.