Einn var myrtur og að minnsta kosti fimm særðir í hryðjuverkaárás á strandgötunni í Tel Avív á föstudagskvöldið. Hryðjuverkamaður er sagður hafa keyrt yfir fjölda fólks á strandgötunni (Promenade), áður en hann hóf skothríð.
Maðurinn sem var myrtur var þrítugur ferðamaður. Allir hinir særðu eru einnig ferðamenn, samkvæmt ísraelskum yfirvöldum. Þeirra á meðal eru 74 ára gamall maður, 39 ára gamall maður og sautján ára stúlka sem eru öll sögð töluvert særð, á meðan maður á sextugsaldri og kona á áttræðisaldri eru nokkuð særð.
Strandgatan í Tel Avív er mjög vinsæll staður, jafn fyrir heimamenn sem ferðamenn. Mörg af hótelum borgarinnar eru staðsett þar.
Hryðjuverkaárásin átti sér stað nokkrum klukkustundum eftir að tvær ísraelskar systur voru skotnar og drepnar í hryðjuverkaárás á Vesturbakkanum. Móðir systranna var alvarlega særð.
Undanfarinn sólarhring hefur næstum 100 flugskeytum verið skotið á Ísrael, bæði frá Líbanon og frá Gazasvæðinu. Hamassamtökin standa á bak við flugskeytaárásirnar.
Vegna árásanna og ókyrrðarinnar í landinu hefur forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú kallað varaliða landamæralögreglunnar til starfa. Ísraelski varnarherinn hefur einnig kallað varaliða til starfa.
MDA Spokesperson
— Magen David Adom (@Mdais) April 7, 2023
Summary of terror attack in Tel Aviv: MDA EMTs and Paramedics have pronounced a 30 year old male deceased, and are evacuating 5 victims struck by a car, including 3 in moderate condition, and 2 in mild condition. All tourists. pic.twitter.com/EqRb3JSL1D