Um kl. 2:00 síðastliðinn fimmtudagsmorgun fór vopnaður Palestínubúi yfir til Ísrael frá Gazaströndinni að sögn Times of Israel og I24 fréttamiðlum. Maðurinn fór yfir landamærahliðið á suðurhluta Gaza.
Síðdegis sama dag segir talsmaður IDF á Twitter að hryðjuverkamaðurinn ætlaði að gera árás á ísraelskt íbúahverfi staðsett um 1,6 km þaðan.
Fréttamiðillinn Times of Israel hafði eftir fulltrúa ísraelska hersins að hryðjuverkamaðurinn hafi verið á ísraelsku yfirráðasvæði í tvær klukkustundir áður en hann var skotinn til bana af öryggisliðum Ísraelshers. Ástæðan fyrir því að svo langur tími leið er sú að hermenn óttuðust að hæfa samliða sína í myrkrinu. AF þeim sökum voru þeir varkárir; þeir gengu skipulega til verks og gættu ítrustu varúðar.
Atburðurinn átti sér stað um kl. 2 á staðartíma þegar varðsveit IDF kom auga á vopnaðan mann sem nálgaðist landamærin á Gaza. ER maðurinn hafði farið yfir landamærin og var í um 250 metra fjarlægð frá hliðinu, reyndu hermennirnir að stöðva hann með skotárás, en hæfðu hann ekki, og hann hvarf inn í myrkrið. Þá kölluðu þeir á liðsauka áður en þeir héldu leitinni áfram.
Í skotbardaga milli hryðjuverkamannsins og ísraelsku hermannanna urðu einn yfirmaður og tveir hermenn Ísraelshers fyrir byssukúlum eða sprengjuflísum frá einni af handsprengjum hryðjuverkamannsins. Hermennirnir voru fluttir á Soroka sjúkrahúsið í Beersheva til aðhlynningar. Hermennirnir tveir sem urðu fyrir smávægilegum meiðslum í skotárásinni voru þó útskrifaðir af spítalanum stuttu seinna á meðan yfirmaður þeir var lagður inn vegna meiðsla.
Samkvæmt palestínskum fréttamiðlum er nafn hryðjuverkamannsins Abu Salah og meðlimur Izz ad-Din al-Qassam Brigades, sem er herdeild sem á rætur að rekja til hryðjuverkasamtaka Hamas. Hann var klæddur í einkennisbúning Hamas og vopnaður AK-47 Kalashnikov hríðskotabyssu ásamt nokkrum handsprengjum.
Fréttamiðillinn I24 skrifar að Abu Saleh sé líklegur til árásar til að hefna fyrir dauða bróður síns sem féll í maí á síðasta ári í herskáum mótmælum sem hafa verið í gangi við landamæri Ísraels í hverri viku frá marsmánuði í fyrra. Samkvæmt talsmanni IDF grunar Ísraelsher að Abu Salah hafi gert árás að eigin framkvæði, og þá ekki að fyrirskipun Hamas.
Í undanfara þessara hryðjuverkaárásar hafa mikil átök átt sér stað milli IDF hermanna og vopnaðra Palestínumanna nálægt Khan Younis alla leið að suðurhluta Gazastrandarinnar.
Í myndbandi sem palestínsk fréttaveita birti og sagt vera frá svæðinu, sést hvar verið er að skjóta léttum eldflaugum – líklega af ísraelskum hermönnum.
Skot frá ísraelskum skriðdreka hæfði og eyðilagði bækistöðvar Hamas.
IDF lokaði vegum og bætti við öryggissveitum til að vernda ísraelska borgara nálægt landamærum Gaza- strandarinni á meðan átökin standa yfir.
???????? — FOOTAGE: Attached footage of IDF forces protecting the community’s surrounding the Gaza border while the incident at the border was unfolding. pic.twitter.com/7855S4Ofmr
— Belaaz News (@TheBelaaz) August 1, 2019