Search
Eldflaug sprakk fyrir utan íbúð í Sderot. Mikið eignatjón varð. (Mynd:Twitter)

Hryðjuverkamenn á Gazaströnd skutu eldflaugum á Suður-Ísrael

Tíu eldflaugum skotið að óbreyttum borgurum í Suður-Ísrael.

Ný eldflaugaárás á Ísrael í nótt
Bjarte Bjelläs – 2. nóvember 2019 kl. 8:28

MIFF þarf á fleiri meðlimum að halda til að standa gegn hatri á Ísrael og Gyðingahatri. Smelltu hér til að gerast meðlimur út árið án endurgjalds.

Á föstugskvöldi og aðfaranótt laugardags skutu hryðjuverkamenn á Gazaströndinni 10 eldflaugum að óbreyttum borgurum í Suður-Ísrael. Átta eldflauganna var grandað af Iron Dome varnarkerfinu, en ein flauganna lenti fyrir utan heimili í Sderot.

“Þetta var kröftug sprenging. Til allrar hamingju vorum við inni í sprengjubyrginu, vegna þess að skemmdirnar voru mjög miklar”, segir einn íbúa Walla News.

Húsið og bílar þeir sem lagt hafði verið fyrir utan biðu talsverðra skemmda, en engar manneskjur hlutu líkamlegan skaða. Kona á sjötugsaldri slasaðist lítillega, en hún datt er hún var að hlaupa í skjól. Fimm manns þurftu áfallahjálp.

Þessi árás er sú kröftugasta undanfarna mánuði og tugir þúsunda Ísraela þurftu að dvelja í sprengjubyrgjum yfir nóttina. Varnarlið Ísraels brást við með því að sprengja nokkur Hamas skotmörk á Gazaströndinni.

Samkvæmt heimildum Palestínumanna beið einn Palestínumaður bana. Ekki er vitað hvort hann hafi verið tengdur hryðjuverkasamtökum.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print