Icelandair mun hefja áætlunarflug til Tel Avív þann 10. maí 2023. Stefnt er á að fljúga þrisvar í viku yfir sumarið og fram að 29. október.
Bogi Nils Bogason segir í tilkynningu Icelandair um þessa nýjung:
„Tel Aviv er spennandi nýr áfangastaður sem passar vel inn í viðskiptalíkan okkar en mikil eftirspurn er eftir ferðum á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Þá er þetta einnig góð viðbót við flóruna sem Íslendingum stendur til boða í beinu flugi en Tel Aviv býður upp á skemmtilega blöndu menningar, sögu og sólarstranda.“
Það er ólíkt þægilegra að ferðast í einni ferð milli Íslands og Ísraels. Allir sem gætu haft áhuga á að ferðast til Ísraels eru því hvattir til að nýta sér þetta tækifæri.