Search
Palestínsk stúlka setur vatn á brúsa í mikilli hitabylgju í al-Shati í Gaza borg í júlí 2017. (AFP Photo/Mahmud Hams)

Ísrael leggur fjórðu vatnslögnina til Gaza

Hin nýja vatnsleiðsla mun afkasta meira en hinar þrjár.

Nú eru þrjár leiðslur í Gaza sem flytja drykkjarvatn frá Ísrael. Samkvæmt samkomulagi er Ísrael skylt að afhenda 10 milljónir rúmmetra af vatni til palestínska yfirráðasvæðisins, en í raun skilar Ísrael aðeins meira – eða 11,5 milljónir rúmmetra, samkvæmt upplýsingum frá Times of Israel.

Þessa dagana vinnur ríkisfyrirtækið Mekorot að nýrri vatnsleiðslu sem flytur vatn til Mið-Gaza frá Eshkol-svæðinu í Ísrael. Hin nýja vatnsleiðsla mun afkasta meira en hinar þrjár.

“Vinnan við framkvæmd þessarar nýju vatnsleiðslu fer fram undir mikilli hernaðarvernd því óttast að hryðjuverkahópar á Gaza-svæðinu muni geta skotárás á starfsmenn sem eru að vinna við leiðsluna á landamærunum,” að sögn Times of Israel.

Það er enn óljóst hversu mikið vatn er hægt að flytja frá Ísrael eftir að gerð nýju leiðslunnar er lokið. Hamas-stjórnin hefur ekki sinnt viðhaldi á vatnslagnakerfinu á Gaza-svæðinu og því er ekki vitað hvort kerfið geti borið aukin þrýsting þegar aukið vatnsmagn rennur um pípurnar

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print