Undanfarnar vikur og mánuði hefur ókyrrð í Suður-Ísrael aukist í kjölfar nokkurra eldflaugaárása, drónaárása, tilrauna hryðjuverkamanna til að komast yfir landamærin og þá einnig vegna árása á hermenn sem þar standa vakt.
Netanyahu forsætisráðherra sagði nýlega í útvarpsviðtali að líkur séu á að Ísrael hefji hernaðaraðgerðir á Gaza-ströndinni ef öldur lægi ekki. „Mér sýnist við ekki eiga annars úrkosta en að hefja þungar hernaðaraðgerðir á Gaza,“ sagði Netanyahu í útvarpsviðtalinu. Hann lagði áherslu á að „hættulegt stríð muni verða síðasta úrræðið“, og bætti við að hann myndi ekki senda ísraelska hermenn á Gaza-ströndina nema við ákjósanlegustu aðstæður. Sagði hann líklega ekkert annað í stöðunni en að steypa stjórn Hamas af stóli. Hamas hafi enga stjórn yfir eigin landssvæði og geta ekki komið í veg fyrir árásir á hendur Ísraela.
Nú eru kringumstæður þannig að ákveðinn hryðjuverkahópur sem skýtur eldflaugum hefur tekið yfir. „Þeir hafa enga stjórn yfir slíkum hópum jafnvel þótt þeir vildu það,“ segir forsætisráðherrann um umsátur Palestínumanna. Í síðustu viku þurfti að forða forsætisráherranum burt af kosningafundi í Ashdod í skyndi er tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza á þessa strandborg.
Palestinian Islamic Jihad samtökin hafa verið ábyrg fyrir mörgum af árásum þeim er gerðar hafa verið undanfarið. Þetta er næst stærsti hryðjuverkahópurinn á Gaza og eru náin tengsl milli hans og Islamic Republic í Íran.
Í útvarpsviðtalinu gagnrýndi Netanyahu þó einnig sína eigin ráðamenn og samflokksmenn sem vilja að herinn sýni Hamas meiri hörku vegna eldflaugaárásanna. „Hættið að hvetja til hernaðarátaka á Gaza. Það verður hernaðaráætlun, en ég mun ekki setja slíkar aðgerðir af stað fyrr en við erum tilbúin,“ sagði hann um mögulegt nýtt Gaza-stríð.
Frá því að Hamas tók völdin á Gaza árið 2007 hefur 20.000 eldflaugum verið skotið á Ísrael. Hryðjuverkamenn á Gaza eru stöðug ógn við almenna borgara í Suður-Ísrael.
Bjarte Bjellås tók saman