Search
sraelskir vísindamenn þrívíddarprentuðu hjarta úr líkamsvef í fyrsta sinn. Frumgerðin er á stærð við kanínuhjarta. (Mynd: Tal Dvir)

Ísraelskir vísindamenn búa til þrívíddarprentað hjarta úr líkamsvef

Þessi tækni gæti gert líffæragjöf ónauðsynlega. „Öðrum hefur áður tekist að þrívíddarprenta hjörtu, en ekki úr frumum og ekki með æðum. Árangur okkar bendir til þess að aðferðin geti nýst við það að prenta líkamsvefi og að skipta út líffærum í framtíðinni,“ segir Dvir.

Ísraelskir vísindamenn þrívíddarprentuðu hjarta úr líkamsvef í fyrsta sinn. Frumgerðin er á stærð við kanínuhjarta. (Mynd: Tal Dvir)
Hópur ísraelskra vísindamanna við háskólann í Tel Aviv hefur í fyrsta sinn tekist að prenta hjarta með þrívíddartækni. Það voru prófessor Tal Dvir, doktor Assaf Shapira og doktorsneminn Nadav Moor, sem náðu þessum merka áfanga í læknavísindum, samkvæmt dagblaðinu Haaretz.
„Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að þróa og prenta heilt hjarta úr frumum, með æðum og hjartalokum,“ segir Tal Dvir.
Hjartasjúkdómar eru meðal helstu dánarorsaka og örorkuvalda meðal bæði manna og kvenna á Vesturlöndum. Hjartaígræðsla er oft eina úrræðið sem stendur fólki með hjartagalla til boða. Biðlistarnir eru oft langir og margir sjúklinganna deyja í biðröðinni. Þessi nýja tækni gæti gert líffæragjöf ónauðsynlega.
„Öðrum hefur áður tekist að þrívíddarprenta hjörtu, en ekki úr frumum og ekki með æðum. Árangur okkar bendir til þess að aðferðin geti nýst við það að prenta líkamsvefi og að skipta út líffærum í framtíðinni,“ segir Dvir.
Hjartað sem vísindamennirnir prentuðu er á stærð við kanínuhjarta og er enn ekki nothæft, en Dvir segir að hægt sé að nota sömu tækni til að prenta hjarta af sömu stærð og mannshjarta. Hjartað væri búið til úr líkamsvef með erfðaefni sjúklingsins.
„Við þurfum að halda áfram að þróa prentaða hjartað. Frumurnar þurfa að ná getunni til að fá hjartað til að slá. Frumurnar geta dregist saman, en þær þurfa að geta unnið saman til að koma blóðrásinni af stað. Við vonum að það takist og að við náum að sýna fram á skilvirkni og notagildi aðferðarinnar.“
Næsta stigið í þróuninni er að kenna þessu lífræna en manngerða líffæri að hegða sér eins og hjarta. Að því loknu mun þrívíddarprentaða hjartað vera grætt í dýr. Líklega munu líða mörg ár þar til hægt verður að búa til líffæri sem nýtast til ígræðslu með þessari tækni ef ísraelsku vísindamönnunum tekst sitt verk. Dvir bindur vonir við að þessi tækni muni nýtast fólki eftir innan við áratug.
Þetta er ekki fyrsti áfanginn á þeirri vegferð sem Dvir og hinir vísindamennirnir við háskólann í Tel Aviv hafa verið á, því það voru einnig þeir sem þróuðu tæknina til að mynda frumur úr erfðaefni sjúklinga (Norsk frétt).

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print