Search
Kridd og kaldhæðni

Krydd og kaldhæðni

Þessi uppspunna frétt hér að neðan ýkir um leið og hún hugsanlega afhjúpar hlutdrægni fréttamiðla. Þó eru sumir sem munu ekki átta sig á þessu; blindaðir af fjölmiðlareyknum sem kæfir dómgreind og rökhugsun allt of margra lesenda.

Krydd og kaldhæðni

Ívar Halldórsson skrifar 

Það er athyglisvert að fylgjast með fréttaveitunum okkar keppast við að segja okkur krassandi og um leið ofurkryddaðar fréttir frá átökunum milli Ísrael og Gaza. Það sorglega er að svo margt heldur einfaldlega ekki vatni – og það er alveg augljóst! Þá er afar athyglisvert að þær halda að lesendur sjái ekki í gegnum misvísandi skilaboðin, klaufalegar fullyrðingar og órökréttan málflutninginn.

Kannski þarf að ýkja ýkjurnar pínulítið til að fréttamenn átti sig á hvernig fréttir þeirra hljóma í eyrum okkar sem kunnum að nota einfalda rökhugsun, internetið og áttum okkur auk þess auðveldlega á hálf-broslegum rangfærslum.

“Myndin sem fjölmiðlar draga upp af átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs er oft ýkt”

Þessi uppspunna frétt hér að neðan ýkir um leið og hún hugsanlega afhjúpar hlutdrægni fréttamiðla. Þó eru sumir sem munu ekki átta sig á þessu; blindaðir af fjölmiðlareyknum sem kæfir dómgreind og rökhugsun allt of margra lesenda.

Eftirfarandi gamni fylgir einhver alvara og kjarni málsins liggur þarna einhvers staðar í kaldhæðninni:

Allt Ísraelsmönnum að kenna“

Uppreisnarmenn á Gaza skutu eldflaugum á Ísrael að sögn óáreiðanlegra ísraelskra sjónarvotta (líklega zíonistar) sem auk þess eru hliðhollir vafasamri stefnu Netanyahu í stjórnmálum. Ísraelskir hermenn vilja meina að eldflaugunum hafi verið skotið viljandi á loft og í eyðileggingarskyni. Hryðjuverkaleiðtogi Hamas segir hins vegar heiðarlegan tilgang eldflaugaskotanna vera að mótmæla friðsamlega hernámi Ísraelsmanna.

 

Friðelskandi hryðjuverkamenn

Til að undirstrika meinleysi eldflauganna hafa yfirvöld á Gaza heimilað friðelskandi hryðjuverkamönnum sínum að skjóta þeim á loft frá skólum, spítölum og moskum. Ísraelskir hermenn hafa rangtúlkað saklausa eldflaugahrinu vígbúinna mótmælenda sem raunverulega árás gegn ísraelskum borgurum og í kjölfarið hefur ísraelski herinn svarað fyrir sig að óþörfu, undir því yfirskyni að verja ísraelskar fjölskyldur.

 

Hvorki drepið né myrt

Heilbrigðisráðherra Gaza fullyrðir að ef ísraelskir hermenn hefðu sleppt því að svara fyrir þessar 690 eldflaugar sem skotið var að ísraelskri byggð hefðu engir palestínskir borgarar lent í því að verða miðpunktar í morðmáli.

Það er nefnilega alkunnugt orðið að á meðan ísraelskir borgarar eiga til að falla eða láta lífið í friðsamlegum mótmælum hryðjuverkamanna, drepast palestínskir borgarar hins vegar eða eru myrtir í grimmilegum gagnárásum herskárra Ísraelsmanna. Svona getur örlagastundin verið ólík milli mismunandi kynþátta, þótt orsökin sé oft nákvæmlega hin sama.

Þá er rétt að taka fram að Palestínumenn hafa aldrei drepið eða myrt nokkurn mann. Sannanir fyrir þeirri staðreynd er að finna í fyrirsögnum fagfréttamiðla. (Það er reyndar ekki algengt að kalla mannfall í stríðum milli andstæðra þjóðfylkinga morð; en þegar kemur að Ísraelum finnst okkur sjálfsagt að gera þessa undanþágu).

 

Karlmenn þvælist fyrir skotmörkum

Netanyahu staðfesti þá að leyniskyttur Ísraelsmanna hafi sett morð á börnum og konum í algjöran forgang til að auka möguleika á friði fyrir litla landsvæðið sitt sem annars er umkringt óvinveittum Arabaþjóðum. Segir hann t.d. barnamorð vera lykilatriði til að bæla niður reiði Palestínumanna, en það getur stundum reynst erfitt að hæfa konur og börn þótt þau séu á fremstu víglínu því að karlmennirnir eru alltaf að þvælast fyrir.

 

Barnavagnabomban“

Í einlægu viðtali sagði leiðtogi hryðjuverkasamtaka Hamas” mesta hættu stafa af langdrægum; svokölluðum „barnavagnabombum” Ísraelsmanna – en á hann við eldflaugar sem gæddar eru þeim tæknibúnaði að geta leitað uppi saklaus börn og verðandi mæður án þess að hæfa hryðjuverkamenn. Ísraelsher vildi ekki kannast við þessa tækni. En Abbas lofaði að hann væri ekki að grínast, enda engin ástæða til að efast um orð leiðtoga hryðjuverkasamtaka.

 

Ísrael milliliður uppreisnarmanna

Í friðarumleitunum sínum hefur hin lýðræðislega stjórn Hamas fordæmt aðgerðir uppreisnarmanna á Gaza – en umræddir uppreisnarmenn hafa með eldflaugaárásum sínum á Ísrael valið lengri leiðina til að gagnrýna stjórn Hamas og setja þrýsting á stjórn sína til að hlúa betur að palestínskum borgurum. Með því að nota Ísrael sem millilið vonast þeir til að senda skýr skilaboð til heimastjórnar sinnar.

 

Miðausturlandatölfræðin

Hryðjuverkastjórn Hamas hefur þá ranglega verið sökuð um hryðjuverkastarfsemi gegn Ísrael og eigin borgurum, en samkvæmt Miðausturlandatölfræðinni eru hverfandi líkur á því að hryðjuverkamenn í hryðjuverkasamtökum standi fyrir hryðjuverkaaðgerðum – nema þá auðvitað óvopnaðir og koma þá aðeins handalögmálshryðjuverk til greina í góðgerðaskyni.

 

Falsaðar fréttamyndir

Að sögn talsmanns Ísraelshers er þetta ekki í fyrsta skipti síðan 1948 sem eldflaugum hefur verið skotið yfir ísraelska byggð í kjölfar friðsamlegra mótmæla Gazabúa. Hann fullyrðir að eldflaugum hafi verið skotið á Ísrael áður. Þessi fullyrðing hefur þó ekki verið staðfest af friðarsamtökum Hamas. Þá hafa einmitt fáar fréttamyndir fundist af eyðileggingu í Ísrael og ekki ólíklegt að þær fáu sem fundist hafa séu falsaðar.

 

Kjarnyrt kröfuspjöld

Þá hefur lýðræðisleg stjórn íhaldssamra öfgamanna á Gaza hvatt palestínska borgara til að safnast saman við landamærin til að vekja athygli á sárri heimþrá hryðjuverkamanna. Samkvæmt gamalgróinni og góðri mótmælahefð taka fjölskyldur þær sem vilja taka þátt í mótmælunum með sér beitta brauðhnífa fyrir brauðhleifinn og logandi flugdreka fyrir börnin að leika sér að á meðan foreldrar standa friðsamir og þöglir með kjarnyrt slagorð á kröfuspjöldum sínum, eins og t.d. „Það er ódýrara að kaupa bara flugmiða aðra leið frá Ísrael“, „Þurfið ekki að læsa á eftir ykkur“ og „Við lofum að haga okkur vel heima hjá ykkur!“.

 

Molotov og mazel tov

Til að fagna tjáningarfrelsi og skála fyrir vel heppnuðum mótmælum tekur fullorðna fólkið gjarnan með sér hressandi hátíðarkokteila í flöskum – eins og t.d. hinn vinsæla Molotov-kokteil sem er víst algjör bomba! Þá er hefð fyrir því hinum megin við landamærin að þegar friðsamleg eldflaugamótmæli fara fram á Gaza fari ísraelskar fjölskyldur saman niður í kjallara sem þau kalla hinu dramatíska nafni “Sprengjubyrgið”. Þar fer hún saman í leik sem gengur út á að láta ekki meinlausu eldflaugarnar drepa sig. Ef einhver nær ekki nógu fljótt niður í kjallarann og verður fyrir eldflaug, er sá og hinn sami úr leik og fær aldrei að taka þátt aftur. Mazel tov!

 

Klaufalegt þjóðarhreinsunarátak Gyðinga

Hamasliðar halda nú áfram að mótmæla friðsamlega og breiða út sannleikann um grimmd Gyðinga og um leið vandræðalegan klaufaskap þeirra í þjóðhreinsunarátaki sínu, en ef þeir fara ekki að standa sig betur fljótlega munu þeir fá alþjóðlega viðurkenningu frá Sameinuðu þjóðunum fyrir “Hægustu þjóðarhreinsun allra tíma” – því Palestínumönnum fækkar ekki, heldur fjölgar. Á Gaza er fjölgunin sú 13. hraðasta í heiminum! Þvílíkir klaufar þessir Gyðingar!

Hamas eru þó eins og allir vita saklaus samtök sem halda áfram af alúð að standa við ríka meiningu skammstöfunar samtakanna, H.a.m.a.s:

„Heiðursmenn að mótmæla annað slagið”

 

Aðgerðarleysi besta vopnið

Við Íslendingar sem þekkjum af reynslu hvernig á að slaka á meðan mörg hundruð eldflaugar taka stefnu á Reykjavík, vitum að það er fáránlegt að verjast með vopnum sem leitt gætu til hörmunga hjá þeim sem reyna að skjóta eldflaugum á heimili okkar. Auðmýkt og aðgerðarleysi eru auðvitað bestu vopnin í slíkum kringumstæðum. Svo er líka bara hægt að opna hurðina á landamærunum og bjóða bara öllum mótmælendunum í kaffi og kleinur.

 

Lokaorð

Í alvöru fréttamenn! Gömlu taktlausu tuggurnar sem enn birtast viðstöðulaust á fréttamiðlunum eru löngu hættar að vera trúverðugar. Við sjáum fordómana betur í dag en áður, af því að þeir eru faldir á bak við glerveggi. Það er búið að ýkja ýkjurnar svo oft og teygja lygina svo mikið í gegnum árin að sannleikurinn er loksins farinn að sjást gegnum götin!

Vinsamlegast ávinnið ykkur traust okkar aftur með því að segja satt og rétt frá.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print