Yahya Sinwar, leiðtogi Hamassamtakanna, var felldur af ísraelsher í gær. Hann var einn þriggja hryðjuverkamanna sem voru drepnir í aðgerð Ísraelshers á Gazasvæðinu.
Yahya Sinwar hefur verið leiðtogi Hamas á Gazasvæðinu síðan í febrúar 2017. Hann hefur verið yfirlýstur íslamisti, Gyðingahatari og hefur sagt mannfall almennra Palestínumanna í stríðinu við Ísrael „nauðsynlegar fórnir“.