Search
Sex barna móðirin Esther Horgan fannst myrt eftir að hafa farið út að skokka nálægt heimili sínu. Mynd: Shin Bet

Myrti sex barna móður

Þann 21. desember 2020 fannst ísraelsk sex barna móðir, Esther Horgan, eftir að hafa verið myrt á hrottalegan hátt nálægt Tal Menashe á Vesturbakkanum. Konan sem var 52 ára að aldri hafði farið út að skokka, en kom aldrei aftur. Eftir víðtæka leit fannst hún í skógi með gríðarmikla höfuðáverka. Ísraelsku öryggisveitirnar komust fljótt að þeirri niðurstöðu að hér væri um hryðjuverk að ræða.

Ísraelska öryggisþjónustan Shin Bet handtók 40 ára gamlan Palestínumann Mohammad Kabha frá Jenin fyrir morðið, greinir Yedioth Ahronot frá. Maðurinn er sagður oft hafa setið inni í ísraelsku fangelsi fyrir hryðjuverk.

Er yfirheyrslur stóðu yfir er haft eftir hryðjuverkamanninum að ástæðan fyrir morði þessarar sex barna móður hafi verið dauði Kamal Abu Waer, sem var fyrsti palestínski öryggisfanginn til að greinast með kórónuveiruna í fangelsi. Hann dó síðar eftir baráttu við veikindi.

Kabha hefur greint frá því að um eftirmiðdaginn þann 20. desember hafi hann komið auga á Gyðingakonu sem reyndist vera Esther Horgan og var á gangi í skóginum þar sem hann var að smygla sígarettum í gegnum öryggishlið. Hann gekk að Horgan og braut höfuðkúpu hennar með steini, og drap hana þannig.

Hann hljóp af vettvangi og faldi sig fyrir ísraelsku öryggisveitinni í nokkra daga með hjálp vina og fjölskyldu áður en hann var svo loks handtekinn. Fjórir aðrir hafa verið ákærðir í þessu máli, grunaðir um að hafa hjálpað hryðjuverkamanninum að fela sig.

Sex barna móðirin Esther Horgan fannst myrt eftir að hafa farið út að skokka nálægt heimili sínu.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print