Search
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Abdullah bin Zayed, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna,
Þann 15. september 2020 undirrituðu Abdullatif bin Rashid, utanríkisráðherra Barein, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Abdullah bin Zayed, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, friðarsamning milli ríkjanna (Ljósmynd: Twitter)

Netanyahu tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels

Friðarsamningur Ísraels og S.A.F, sem var fullgiltur í október, er þriðji friðarsamningur milli Ísraels og arabalands...

Benjamin Netanyahu og krónprinsinn Abdullah bin Zayed hafa verið tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels. Þeir eru tilnefndir af William David Trimble, lávarði, fyrir hinn sögulega friðarsamning, sem ríkin tvö, Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin (S.A.F.), skrifuðu undir í september síðastliðnum. Jerusalem Post greinir frá.

William Trimble fékk sjálfur friðarverðlaunin árið 1998 og var það fyrir framlag hans til friðarumleitana í Norður-Írlandi. Nú vill hann koma því til leiðar að Netanyahu og krónprinsinn verði heiðraðir. Tilnefning vegur þyngra þegar hún kemur frá fyrrum Nóbelsverðlaunahafa.

Donald Trump, sem hafði milligöngu um gerð samningsins, er ekki tilnefndur af Trimble en Trump hefur áður verið tilnefndur af norska stjórnmálamanninum Christian Tybring-Gjedde.

Friðarsamningur Ísraels og S.A.F, sem var fullgiltur í október, er þriðji friðarsamningur milli Ísraels og arabaríkis. Ísrael hefur einnig gert svipaðan samning við konungsríkið Barein.

Fái Netanyahu verðlaunin verður hann fjórði Ísraelinn sem hlýtur verðlaunin síðan þau voru fyrst veitt árið 1901. Menachem Begin hlaut friðarverðlaunin fyrir friðarsamninginn við Egyptaland en Yitzhak Rabin og Shimon Peres hlutu þau árið 1994 í tengslum við Óslóar-samninginn.

Grein af miff.no

Greinarhöfundur: Bjarte Bjellås. Þýðing: Hafsteinn G. Einarsson

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print