Search
Palentískir bændur uppskera akrana í Jórdan dalnum 19. janúar 2015 [Shadi Hatem/Apaimages]

Ný tækni hjálpar palestínskum bændum

Frumgerðin hefur verið prófuð í Ísrael og á Bretlandi. Brátt mun hún einnig verða prófuð á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna...

Ísraelskir vísindamenn og námsmenn hafa hjálpað til við þróun nýrrar tækni.

Ný afsöltunartækni, sem þróuð var við háskólann í Birmingham, í samvinnu við vísindamenn og námsmenn í Ísrael, Jórdaníu og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu, mun hjálpa palestínskum bændum í baráttunni við vatnsskort á Vesturbakkanum.

Í fréttatilkynningu frá breska háskólanum segir að búnaðurinn sé einfaldur í notkun og hann er hægt að smíða úr aðgengilegum íhlutum. Lausnin er því bæði einföld og ódýr.

Frumgerðin hefur verið prófuð í Ísrael og á Bretlandi. Brátt mun hún einnig verða prófuð á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna, segir í Jerusalem Post.

„Starf okkar er gott dæmi um vel heppnaða samvinnu vísindamanna og námsmanna sem unnið hafa saman, þvert yfir landamæri. Okkur hefur tekist að hanna sólarknúna tækni, sem gerir kleift að vinna drykkjarhæft vatn úr grunnvatni“, segir verkefnisstjórinn Philip Davies, sem starfar við háskólann í Birmingham.

Vatnsskortur er stórt vandamál í Miðausturlöndum. Til lengri tíma getur tæknin líka hjálpað bændum í öðrum heimshlutum. Magn vatns í grunnvatnsuppsprettum um heima allan fer minnkandi, sem gerir að verkum að vatnið er saltara og því síður nothæft. Nýja tæknin tekur saltið úr vatninu, svo auðveldara er að nota það í landbúnaði.

„Útkoma þessa verkefnis var gerð möguleg með samræmdum aðgerðum breskra, ísraelskra, jórdanskra og palestínskra vísindamanna,“ sagði Davies.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print