Search
Leyservarnarbúnaður
Light Blade mun skjóta niður dróna og blöðrur sem flytja elsprengjur og sprengiefni. (Ljósmynd: Ísraelska lögreglan)

Nýr leysir mun stöðva eldsprengjur frá Gaza

Light Blade skýtur niður dróna og blöðrur með notkun nýs leysigeisla.

Frá árinu 2018 hafa hryðjuverkamenn á Gaza-ströndinni sent eldskeyti og eldsprengjur yfir landamærin til Ísraels með drónum , blöðrum o.þ.h. Sprengjur þeirra hafa m.a. lent nálægt leikskólum og heimilum. Nú hefur ísraelska lögreglan þróað leið til að stöðva þessar hættulegu himnasendingar.
Nýja varnarkerfið, sem hefur fengið nafnið Light Blade, er leysir sem stöðvar blöðrur, dróna og aðrar ógnir. Tækni þessi svipar að mörgu leyti til Iron Dome varnarkerfisins. Light Blade er þó fyrsta varnarkerfi sinnar tegundar í heiminum, skrifar Israel Hayom.

Frá því að hryðjuverkamenn á Gaza hófu að senda eldsprengjur yfir landamærin hafa rúmlega 40 ferkílómetrar af skóglendi og gróðurlendi eyðileagst í bruna. Eldarnir hafa valdið mörghundruð milljóna króna tjóni auk mikillar óánægju meðal íbúa þeirra sem búa nálægt landamærum Gaza. Umhverfissinnar segja að það muni taka að minnsta kosti 15 ár að endurheimta gróðurlendið og dýralífið sem eyddist í eldunum.

brunninn-dróni
Þessi dróni var skotinn niður með nýju leysitækninni. (Ljósmynd: Skjermdump video)

Light Blade var hannað af þremur byggingaverkfræðingum í samvinnu við vísindamenn hjá Ben-Gurion University ásamt tæknideildum ísrelsku lögreglunnar og varnarliðinu. Það hefur tekið um eitt ár að vinna þetta verkefni. Leysirinn ætti að geta eytt skotmörkum af allt að tveggja kílómetra færi, bæði í dagsbirtu eða myrkri.

Er kerfið hefur læst inn skotmark, skýtur það sérstökum leysigeisla að því. Ef skotmarkið er blaðra eða flugdreki brennir leysirinn ógnina. Ef skotmarkið er dróni brennir leysigeislinn hluta af honum þannig að hann falli óvirkur til jarðar.

“Þetta er örugg og árangursrík lausn við ógn þeirri er stafar af drónum og blöðrum,” segir Yaakov Shabtai, verkefnastjóri Light Blade.

Akrar-brenna-í-Ísrael
Brunahryðjuverk Gaza hafa valdið gífurlegu tjóni á gróðurlendi og öðru landsvæði. (Ljósmynd: Ísraelska slökkviliðið)
Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print