Search
Sögulegt samkomulag
Sögulegt samkomulag

Sögulegt samkomulag við Araba

Tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti um samkomulagið með tísti á samfélagsmiðlinum Twitter...

Síðan samkomulag náðist við ríkin tvö sem áður stýrðu umdeildu svæðunum sem Palestínuarabar búa á undir yfirráðasvæði Ísraelsríkis, Jórdaníu og Egyptaland árið 1994 í kjölfar Oslóarsamkomulagsins 1993, hefur ekkert arabaríki viðurkennt tilvistarrétt Ísrael, þar til nú.
Í dag, fimmtudaginn 13. Ágúst 2020 gerðist nefnilega sá sögulegi atburður að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa samþykkt að koma á formlegum samskiptum við Ísraelsríki, með milligöngu Bandaríkjanna.

Tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti um samkomulagið með tísti á samfélagsmiðlinum Twitter en í því felst að Ísrael hætta við innlimun svæða á Vesturbakka Jórdanárinnar, eða Júdeu og Samaríu eins og Ísraelsmenn kalla svæðið sem deilt er um, sem Trump hafði áður ljáð máls á.
Innlimunin hafði verið liður í friðaráætlun Trump´s fyrir svæðið, en nú virðist sem Ísraelsmenn hafi sæst á að vinna heldur að því að koma á eðlilegum milliríkjasamskiptum við arabaríkin. Mörg hver þeirra sjá eflaust hag í samkomulagi við Ísrael enda hafa þau löngum eldað grátt silfur við einn helsta andstæðing Ísraels á svæðinu, Íran sem stutt hefur við hryðjuverkasamtök eins og Hamas og Hezbollah sem staðið hafa í linnulitlum árásum á Ísrael.

Það er þó ekki lengra síðan en 2018 sem keppendur Ísraels á alþjóðlegri júdókeppni í Abu Dhabi borg í furstadæmunum gátu ekki keppt undir eigin fána vegna banns í landinu við að flagga merkjum landsins.

Enn banna þó 22 ríki allt beint flug frá eða yfir Ísrael, og 31 ríki Sameinu þjóðanna viðurkenna ekki tilvist ríkisins, þar af 17 ríki Arababandalagsins. 16 ríki samþykkja ekki vegabréf Ísraelsmanna, en á móti mega handhafar vegabréfa nokkurra ríkja ekki ferðast til Ísraels.

Von um frekari samstarf og samkomulag milli ríkjanna fyrir botni miðjarðarhafs ætti að vera fagnarefni allra friðelskandi manna og kvenna, því viðskipti og önnur samskipti eru forsenda friðar. Vonandi verða Íslendingar áfram með Ísrael og öðrum ríkjum svæðisins fyrir frið.

https://twitter.com/realDonaldTrump/status/1293922803419353088?fbclid=IwAR1yzZ8-RM8VgYOkFkIgwtWv6V6jTxSySRAx_KaR6CEakb2gSkIO9K1f7q4

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print