Search
Þann 27. október 2022 undirritaði forsætisráðherra Ísraels, Yair Lapid, sögulega ályktun um samkomulag við Líbanon. Mynd: Flash90

Sögulegur samningur undirritaður

Ísraelsk yfirvöld hafa samþykkt nýja markalínu við landhelgi Líbanon fyrir milligöngu Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Ísraels, Yair Lapid, sagði að samkomulagið fæli í sér viðurkenningu óvinaríkis á Ísraelsríki, samkvæmt frétt Times of Israel.

“Það er ekki á hverjum degi sem óvinaríki viðurkennir Ísraelsríki í skriflegum samningi sem allt alþjóðasamfélagið er vitni að,” sagði Lapid.

Ríkisstjórnin samþykkti þessa ályktun einhljóða, en samkomulagið mun væntanlega vera undirritað af fulltrúum beggja ríkja við athöfn í húsnæði Sameinuðu þjóðanna við landamærin.

Samkomulagið mun leysa yfirráðadeilu um hluta Miðjarðarhafsins þar sem Líbanon hyggst leita jarðgass. Nærliggjandi eru svæði þar sem Ísrael hefur uppgötvað miklar gaslindir.

Þótt samkomulag af þessu tagi muni ekki leysa öll ágreiningsmál, mun það draga úr öryggis- og efnahagsvandamálum hjá bæði Ísrael og Líbanon, tveimur ríkjum sem hafa áður átt í stríði hvort við annað.

Raunar eru Ísrael og Líbanon tæknilega séð enn í stríði og hafa aldrei náð sáttum um landamærin milli ríkjanna. Í staðinn hafa ríkin fylgt vopnahléslínu markaðri af Sameinuðu þjóðunum sem kallast „Bláa línan“. Vegna þessa hefur efnahagslögsagan undan ströndum ríkjanna einnig verið umdeild.

Óvissan um efnahagslögsöguna var áður fyrr ekki stórt vandamál, en fyrir um áratugi síðan fannst mikið magn jarðgass við austanvert Miðjarðarhafið. Þessi uppgötvun endurvakti aukna spennu á svæðinu.

Nýja samkomulagið mun draga úr spennunni og margir vonast til að það verði fyrsta skrefið í átt að gagnkvæmri viðurkenningu milli ríkjanna tveggja.

Ísraelskt herskip undan strönd Rosh Hanikra, við líbönsku landamærin. Mynd: Avi Mor/Flash90

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print