Nýafstaðnar aðgerðir ísraelska varnarhersins (IDF) í borginni Jenín voru víða til umfjöllunar í fjölmiðlum í síðustu viku. Þá sérstaklega hefur mannfall meðal Palestínumanna verið ofarlega á baugi. Fjölmiðlar á norðurlöndunum gáfu iðulega til kynna að hinir tólf sem féllu, eða að minnsta kosti meirihluti þeirra, hafi verið óbreyttir borgarar og að einhverjir þeirra hafi verið börn.
En nú hafa hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad staðfest að allir tólf sem létu lífið voru ýmist herskáir meðlimir samtakanna, eða einstaklingar sem tóku þátt í hernaði þeirra. Í fréttatilkynningu sem var birt fimmtudaginn 6. júlí, skrifa talsmenn samtakanna að allir tólf sem voru drepnir – þeirra á meðal þeir þrír sem voru undir lögaldri – hafi tekið virkan þátt í bardögunum. Tilkynningin staðfestir að átta hinna tólf voru meðlimir samtakanna og að hinir fjórir hafi tekið virkan þátt í vopnuðum átökum við ísraelska hermenn.
Ef stuðst er við orðaval norrænna fjölmiðla, hefur ísraelski varnarherinn framkvæmt “stórtæka hernaðaraðgerð” á fjandsamlegu og þéttbýlu svæði, án þess að drepa svo mikið sem stakan almennan borgara. Sú staðreynd gefur til kynna að ísraelski varnarherinn raunverulega fylgi þeirri stefnu að reyna að forðast mannfall almennra borgara.
Það er vert að spyrja sig hvort norrænir fjölmiðlar myndu greina á sama hátt frá aðgerðum hersveita sinna eigin ríkja? Myndu norskir fjölmiðlar, til dæmis, skrifa að “norskir hermenn hafi myrt tólf Afgani, suma þeirra börn,” án þess að minnast á að þeir hafi allir verið vopnaðir vígamenn? Auðvitað ekki. Hvers vegna er þá þessi tvöfaldi staðall þegar kemur að Ísrael?
Þessi grein er þýðing og útdráttur úr grein Bjarte Bjellås.