Search
Þessum ísraelska gervihnetti Ofek-16 var skotið út í geim frá Ísrael 6. Júlí, 2020. Den israelske satellitten Ofek-16 ble skutt opp i verdensrommet fra Israel 6. juli 2020. (Ljósmynd: Varnamálaráðuneytið í Ísrael)
Þessum ísraelska gervihnetti Ofek-16 var skotið út í geim frá Ísrael 6. Júlí, 2020. Den israelske satellitten Ofek-16 ble skutt opp i verdensrommet fra Israel 6. juli 2020. (Ljósmynd: Varnamálaráðuneytið í Ísrael)

Þessi gervihnöttur mun fylgjast með Íran

Árangursríkt skot ísraelska njósnahnattarins Ofek-16.

Ísrael sendi nýjan njósnahnött á sporbaug kringum jörðina frá skotpalli í Ísrael í síðustu viku, greinir varnamálaráðuneyti Ísraels frá. Allt gekk samkvæmt áætlun er hnettinum var skotið á loft, skrifar Times of Israel.

Nýi gervihnötturinn hefur fengið nafnið Ofek-16 og var þetta verkefni samstarf varnamálaráðuneytisins og Israel Aerospace Industries.

„Gervihnattanet okkar gerir okkur kleift að sjá öll Mið-Austurlöndin – jafnvel rúmlega það,“ segir Shlomi Sudari yfirmaður geimferðaáætlunar Aerospace Industries.

Benny Gantz, varnamálaráðherra, segir þetta geimskot vera mikinn sigur varnarmála, varnamálaiðnaðarins í heild og þá ekki síst fyrirtækisins Israel Aerospace Industries. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir nýja gervihnöttinn vera „stór framför í getu þeirra til að bregðast við árásum óvina Ísraels nær og fjær. Þetta styrkir getu okkar að bregðast við á landi, sjó, lofti og frá geimnum.

Ísrael er ein fárra þjóða sem hafa aðgang að njósnahnetti, þ.e. gervihnetti sem getur sinnt hernaðarlegum verkefnum. Slíkir gervihnettir nota myndavélar, radar og annan búnað til að komast yfir hernaðarlegar upplýsingar frá öðrum löndum, s.s. ferðir herdeilda, staðsetningu þeirra og samskipti.

En Íran hefur einnig aðgang að slíkum gervihnetti. Í apríl tókst þeim að skjóta njósnahnetti á sporbaug umhverfis jörðina eftir nokkur ár af árangurslausum tilraunum.

Mynd: Þessi nýi gervihnöttur gerir Ísrael kleift að vaka yfir aðgerðum Írans í Mið-Austurlöndum. Ljósmyndin er frá Google Earth.
Mynd: Þessi nýi gervihnöttur gerir Ísrael kleift að vaka yfir aðgerðum Írans í Mið-Austurlöndum. Ljósmyndin er frá Google Earth.

Ofek-16 var skotið á loft kl. 4:00 á mánudeginum 6. Júlí, frá Palmachim flugstöðinni í Ísrael. Gervihnötturinn er „optó-elektrónískur eftirlitshnöttur búinn háþróuðum eiginleikum“, að sögn ráðuneytisins.

Þetta er nýjasti gervihnötturinn í Ofek seríunni og kemur í kjölfar Ofek-11, sem sendur var á loft árið 2016. Samkvæmt Sudari er Ofek-16 bróðir Ofek-11, að mörgu leyti búinn sömu eiginleikum, en þó hafa verið gerða nokkrar endurbætur er hafa að gera með nákvæmni. Varnamálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um af hverju þeir stökkva frá 11 til 16 í nafngjöf gervihnattarins.

Undanfarið hefur spennan milli Ísrael og Íran farið vaxandi og nokkrir dularfullir eldar og sprengingar sést í Íran. Þótt aðal tilgangur gervihnattarins sé líklega að fylgjast með Íran – kjarnavopnum þeirra og eldflaugum hafnar varnamálaráðuneytið því að þetta sé eina ástæðan fyrir því að gervihnettinum sé skotið upp einmitt núna. „Þessi dagsetning var ákveðin fyrir löngu síðan“, segir Saudari.

Miklar prófanir munu vera gerðar á gervihnettinum áður en hann verður virkjaður að fullu. Er hann verður tekinn i notkun verður hann notaður af Israel Defense Unit 9900, herrannsóknadeild sem stýrir öllum gervihnöttum landsins.

Ísrael skaut sínum fyrsta gervihnetti á loft árið 1988, en það var þó ekki fyrr en sjö árum síðar, árið 1995, að Ísrael fékk sinn fyrsta eftirlitsgervihnött sem var búinn þeim eiginleikum að geta tekið myndir af jörðinni. Ofek-16 er tólfti gervihnöttur Ísraels.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print