Search
"Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook Mynd: Anthony Quintano, flickr"
"Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook Mynd: Anthony Quintano, flickr"

Þrýst á Facebook að innleiða staðlað regluverk um Gyðingahatur

Nú stendur yfir alþjóðlegt átak sem miðar að því að fá Facebook til að innleiða skilgreiningu IHRA á Gyðingahatri...

Undanfarin ár hefur opinber tjáning Gyðingahaturs á samskiptamiðlum stöðugt færst í aukana. Misjafnt hefur verið hvernig samskiptamiðlar hafa tekið á einstökum tilvikum en í langan tíma hefur verið augljóst að regluverk þeirra hefur ekki verið vel í stakk búið til að bregðast við þessu vandamáli. Í baráttunni við Gyðingahatur á vefsetrum sínum þurfa forsvarsmenn samskiptamiðlanna að geta borið kennsl á hatursfulla tjáningu þegar hún verður á vegi þeirra.

Samtökin IHRA – Alþjóðlega minningarbandalagið um helförina – komu sér saman um vinnuskilgreiningu á Gyðingahatri á ráðstefnu í lok maí 2016. Skilgreiningin tiltekur nokkur sértæk dæmi um afstöðu sem endurspeglar Gyðingahatur á einn eða annan hátt. Undir Gyðingahatur falla allar samsæriskenningar sem djöfulgera Gyðingaþjóðina sem heild og allar þær staðhæfingar sem draga þjóðina sem heild til ábyrgðar fyrir verk einstaklinga eða afmarkaðra hópa. Einnig er það að hafna sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael – sem er eina þjóðríki Gyðinga á jörðinni – skilgreint sem Gyðingahatur, og sömuleiðis staðhæfingar sem fela í sér kröfur til Ísraelsríkis sem viðkomandi gerir ekki til annara þjóðríkja. Tæplega 40 lönd hafa þegar lýst stuðningi við vinnuskilgreiningu IHRA á Gyðingahatri.

Nú stendur yfir alþjóðlegt átak sem miðar að því að fá Facebook til að innleiða skilgreiningu IHRA á Gyðingahatri. Á föstudaginn 7. ágúst sendu 128 frjáls félagasamtök frá ýmsum löndum opið bréf til stjórnaraðila Facebook. Yfir helgina bættust við 12 samtök og eru þau því orðin 140. MIFF í Noregi, Íslandi og Danmörku voru meðal þeirra sem undirrituðu bréfið. Bréfinu fylgdi áskorun sem einstaklingar hafa tækifæri til að skrifa undir. Við hvetjum alla lesendur okkar eindregið til að taka þátt í henni.

Skrifið undir áskorunina hér.
Hér má svo lesa opna bréfið í heild sinni.  OpenLetter2Facebook-Last-Version

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print