Search
Fimmtán almennir borgarar létust í árásunum.

Tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárásinni á Sbarro

beint frá vettvangi árásarinnar, því að flytja þá í sjúkrabílum var of mikil áhætta. Fyrst um sinn ríkti algjört öngþveiti, það tók okkur töluverðan tíma að átta okkur á eðli harmleiksins og að við værum að hlynna að fjölda systkina sem höfðu misst foreldra sína,“

Þessi grein birtist upphaflega þann 9. ágúst 2021.

Á þessum degi fyrir tuttugu árum myrti sjálfsmorðsárásarmaður fimmtán almenna borgara, þar á meðal fjögur börn, og særði 130 til viðbótar á veitingastaðnum Sbarro í Jerúsalem árið 2001.

Þann 9. ágúst 2001 fylgdi palestínski hryðjuverkamaðurinn Ahlam Ahmad al-Tamimi sjálfsmorðsárásarmanninum á veitingastaðinn um hádegi, þegar veitingastaðurinn var þéttsetinn viðskiptavinum og umferð gangandi vegfarenda var sem mest.

Sprengjan innihélt nagla, rær og skrúfur til að valda sem mestum skaða.

Fórnarlömb árásarinnar voru:

Giora Balash, 60 ára

Zvika Golombek, 26 ára

Shoshana Yehudit Greenbaum, 31 árs

Tehila Maoz, 18 ára

Frieda Mendelsohn, 62 ára

Michal Raziel, 16 ára

Malka Roth, 15 ára

Mordechai Shijveschuurder, 43 ára

Tzira Shijveschuurder, 41 árs

Ra’aya Shijveschuurder, 14 ára

Avraham Yitzhak Shijveschuurder, 4 ára

Hemda Shijveschuurder, 2 ára

Lily Shimashvili, 8 ára

Yocheved Shoshan, 10 ára

Chana Nachenberg, bandarískur ríkisborgari sem var særð í sprengingunni, liggur enn á spítala í dái tuttugu árum síðar.

Til að minnast árásanna hafa Meir Schijveschuurder og systir hans Chaya – sem lifðu af árásina þegar þau voru sautján og átta ára – tileinkað fæðingardeild í Sha’are Zedek læknamiðstöðinni minningu látinna ættingja sinna.

Á meðal þeirra sem sóttu tilfinningaþrungna athöfnina voru heilbrigðisstarfsmenn sem hlynntu að systkinunum og öðrum fórnarlömbum í kjölfar árásarinnar, samkvæmt talsmönnum spítalans.

„Loftið lyktaði af sprengiefnum og sjúklingarnir voru færðir í börum beint frá vettvangi árásarinnar, því að flytja þá í sjúkrabílum var of mikil áhætta. Fyrst um sinn ríkti algjört öngþveiti, það tók okkur töluverðan tíma að átta okkur á eðli harmleiksins og að við værum að hlynna að fjölda systkina sem höfðu misst foreldra sína,“ sagði Chana Smadja sem vann þá á bráðavaktinni í Bikur Cholim og er í dag yfirhjúkrunarfræðingur í smitvarnardeild Sha’are Zedek.

Fyrr á árinu dró Interpol til baka handtökuskipun á hendur al-Tamimi sem skipulagði Sbarro-hryðjuverkin.

Tamimi var handtekin og færð í fangelsi fyrir þátt hennar í árásinni og var dæmd sextán lífstíðardómum. En árið 2011 var hún sleppt úr haldi í skiptum við Gilad Shalit, hermann í ísraelska varnarhernum sem var haldið í gíslingu.

Árið 2013 lagði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fram kæru gegn Tamimi sem dvelur um þessar mundir í Jórdaníu, en stjórnvöld í Amman kveðast ekki hafa framsalssamning við Washington.

Engu að síður birtist Jórdanía í bandarísku ríkisskjali um „gildandi samninga“ sem kveður á um að ríkin tvö hafi átt framsalssamning síðan árið 1995. Trump-stjórnin bauð fimm milljón dollara verðlaun fyrir handtöku hennar samkvæmt fjölda heimilda.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print