Search
Með Ísrael fyrir friði

Umræðan og athugasemdirnar

Það er athyglisvert að lesa athugasemdir gesta við opna bréfinu okkar til forseta ASÍ.

Nokkur atriði sem margir virðast ekki átta sig á – en eru þó viðurkenndar og opinberar staðreyndir sem ættu ekki að dyljast þeim sem í raun sækjast eftir réttum upplýsingum og þeim sem sætta sig hreinlega ekki við að vaða blint í sjóinn og láta sig fljóta með svokölluðum rétttrúnarstraumum samfélagsins:

-Ísrael hefur margsinnis rétt fram sáttarhönd og boðið að gefa eftir rúmlega 96% af því landsvæði sem deilan stendur um. Palestínumenn hafa alltaf hafnað öllum sáttarleiðum.

-Ísrael sendir vistir og byggingarefni til Palestínumanna þrátt fyrir “þakkirnar” sem þeir fá í formi hryðjuverkaárása. Byggingarefnið sem á að nýta í húsnæði fyrir palestínska borgara nota palestínsk stjórnvöld til að byggja hryðjuverkagöng.

Umræan er óvægin og óréttmæt

-“Fangelsisveggurinn” eins og sumir kalla hann var eina leiðin til að stöðva sjálfsmorðssprengjuárásir Palestínumanna. Þetta var ill nauðsyn sem bjargar mannslífum. Eftir að hann var reistur hefur ekki ein einasta sjálfsmorðsárás verið gerð í Ísrael.

-Palestínskir hryðjuverkamenn leggja sig fram um að reyna að drepa ísraelska borgara og fá fjárhagslegan stuðning stjórnvalda til þess. Þeir skjóta alltaf fyrst og uppskera auðvitað gagnárásir og varnaraðgerðir – eins og almennt gengur í stríði milli ríkja. Svo fá fjölskyldur hryðjuverkamanna pening frá stjórnvöldum þegar hryðjuverkamaðurinn lætur lífið í hryðjuverka- eða sjálfsmorðssprengjuárás.

-Palestínskar fjölskyldur eru kúgaðar af eigin stjórnvöldum og kvarta sáran undan þeim. Palestínsk stjórnvöld virða ekki sjálfsögð mannréttindi eða kvenréttindi palestínskra borgara á meðan ísraelsk stjórnvöld umfaðma fjölbreytileika. Þó láta svokallaðir mannréttindasinnar lítið í sér heyra varðandi mannréttindabrot palestínskra stjórnvalda.

-Arabar njóta sömu réttinda og Gyðingar í Ísrael og geta verið kosnir á þing eins og samborgarar þeirra. Aðskilnaðarstefna er því engan veginn ríkjandi í Ísrael. Þetta vita allir þeir sem búa í Ísrael – þótt margir “sérfræðingar” hér heima og annars staðar hafi tekist að sannfæra sjálfa sig um aðra eins fásinnu.

-Ísrael er leiðandi í læknavísindum, tækniafrekum o.fl. á heimsvísu. Þessi þjóð gerir líf okkar betra og öruggara. Farsímar eru t.a.m. ísraelsk uppfinning. Skyldi forseti ASÍ standa við orð sín, vera sönn fyrirmynd og sniðganga farsímann sinn?

-Ef þú gúgglar höfuðborg Vesturbakkans “Ramallah” og skoðar myndaniðurstöður kemur í ljós að Vesturbakinn er ekki hvorki fátæktargildra né fangelsi.

-Að sniðganga vörur frá Ísrael kemur niður á Palestínumönnum og skerðir hag þeirra. Stundum virðist sem hatrið á Ísraelsmönnum sé svo mikið að fólki er sama þótt saklausir palestínskir borgarar þjáist – svo lengi sem hægt sé að ná fram einhverskonar hefndum á Ísrael.

-Að reka 6,5 milljón Gyðinga úr landi sem sagnfræðilegar heimildir staðfesta að Gyðingar hafi alltaf búið í og átt rætur að rekja til er aldrei að fara að gerast. Það er heldur engan veginn rökrétt að færa heila þjóð um set!

-Samanlögð stærð Arabaríkjanna er 545 x stærð Ísraelsríkis. Margir halda að Ísrael sé að hamstra ferkílómetra sem hin “aðþrengdu” Arabalönd, þ.á.m. Palestínumenn þurfi nauðsynlega að fá aftur – en ekkert gæti verið fjarri sannleikanum. Baráttan stendur ekki um ferkílómetra – hún er af hugmyndafræðilegu og trúarlegu bergi brotin. Þess vegna hefur ekki tekist að semja um frið.

Endalaust væri hægt að telja upp athugasemdir sem halda ekki vatni þegar vel er að gáð.

Það sem kemur einna mest á óvart er að fjölmargir Íslendingar sem segjast berjast fyrir frelsi, mannréttindum, réttlæti og friði fordæma þó ekki hryðjuverk Palestínumanna gegn ísraelskum borgurum. Margir ganga lengra og réttlæta morðtilraunir þeirra og sumir virðast meira að segja styðja þær!

Athugasemdir gesta hafa hjálpað okkur að átta okkur á hversu rótfastar rangtúlkanir á átökunum eru orðnar meðal Íslendinga. Það er þó ánægjulegt að sjá hversu margir hafa ekki látið blekkja sig – hafa greinilega kynnt sér staðreyndir og séð í gegnum falskar fullyrðingar ýmissa fjölmiðla.

Skráðu þig í félagið núna ef þú hefur fengið nóg af röngum og órökréttum upplýsingum um Ísrael. Hjálpaðu okkur að rétta umræðuna og stuðla að friði milli Ísraela og Palestínumanna!

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print